Spennandi og dramatísk keppni í Rimaskóla – Huginsmenn leiđa í hálfleik

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga reyndist hin besta skemmtun. Mikil spenna á skákborđinu og utan ţess og hádramatískar uppákomur. Huginsmenn hafa 2˝ vinnings forskot fyrir síđari hlutann og verđa ađ teljast heppnir en útlitiđ var afar slćmt um tíma í lokaumferđinni gegn Fjölni. TR-ingar geta vel viđ unađ – eru enn međ í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn ţótt ađ betri úrslit gegn Reyknesingum í lokaumferđinni hefđi gert stöđu ţeirra enn betri. 

Fjölnir, Víkingaklúbburinn og Bolungarvík berjast um bronsiđ og öll hin fimm liđin eru í fallbaráttu. Stefnir í gríđarlegan spennandi síđari hluta í mars.

1. deild 

Stađan (spá ritstjóra fyrir keppni í sviga) 

  1. (1) Huginn 30˝ v.
  2. (2) TR 28 v.
  3. (4) Fjölnir 22 v.
  4. (3) Víkingaklúbburinn 21 v.
  5. (5) TB 19 v.
  6. (6) SA 16˝ v. (4 stig)
  7. (8) KR 16˝ v. (2 stig)
  8. (10)SR 16 v.
  9. (7) Huginn-b 15˝ v.
  10. (9) TR-b 15 v.


Spá ritstjóra virđist vera nokkuđ nćrri miđađ viđ stöđuna í hálfleik og frávik mest tvö sćti.

Athyglisvert er ađ skođa stigabreytingar. Samkvćmt ţeim stóđ b-sveit TR sig best allra hlutfallslega eđa međ 42 stig í plús. Ţar skiptir langmestu ađ Vignir Vatnar hćkkar mest allra í fyrstu deildinni eđa um 56 skákstig. Bolvíkingar hćkka um samtals 39 skákstig og a-liđ TR um 12 stig. 

B-sveit Hugins stóđ sig samkvćmt sömu mćlingu verst allra liđa hlutfallslega en liđsmenn töpuđu samtals 34 skákstigum í fyrri hlutanum. 

Vert er ađ benda á frammistöđu nokkurra skákmanna. Bragi Ţorfinnsson, sem tefldi á fyrsta borđi TR, hlaut 4˝ vinning. Ţađ fengu einnig Huginsmennirnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Ingvar Ţór Jóhannesson en ţeir voru neđar í sínum sveitum.

Rétt er einnig ađ benda á frammistöđu Hrannars Baldurssonar (KR) og Tómasar Björnssonar (Fjölni) en báđir fengu ţeir 4 vinninga í 4 skákum. Hrannar tefldi í ţremur af fjórum skákum töluvert upp fyrir sig stigalega. 

Baráttan var ekki síđur utan borđs og höfđu skákstjórar í ýmsu ađ snúast. Dćmt var tap á einn skákmann í fjórđa deild ţar sem honum varđ ţađ á ađ hafa á sér síma og taka hann upp í miđri skák. 

Einn keppandi í fyrstu deild bauđ jafntefli á umhugsunartíma andstćđingsins sem er óleyfilegt skv. FIDE-reglum. Andstćđingur hans sýndi hárrétt viđbrögđ. Stöđvađi ţegar í stađ klukkuna og kom kvörtun áleiđis til skákstjóra sem ađvarađi viđkomandi. 

2. deild 

  1. (1) TG 14˝ v. (6 stig)
  2. (3) SA-b 14˝ v. (5 stig)
  3. (6) Huginn-c 13 v.
  4. (8) SFÍ 12 v.
  5. (4) TR-c 11˝ v.
  6. (2) Vinskákfélagiđ 11 v. (4 stig)
  7. (5) Haukar 11 v. (3 stig)
  8. (7) Fjölnir-b 8˝ v.

Ekki er spáin jafn nákvćm fyrir ađra deild og ţá fyrstu enda miklu mun erfiđara ađ spá í spilin í deild ţeirra nćstbestu.

Ritstjóri spáđi TG góđu gengi og virđist ţar hafa haft rétt fyrir sér. Ég átti reyndar von á betra gengi Vinaskákfélagsins en ţađ munar um minna ţegar annađ borđs manninn vantađi alfariđ. 

Ritstjóri spáđi Skákfélagi Íslands falli en ţeir byrjuđu vel og eru í efri helmingi mótsins. Stađa Fjölnis-b er ekki góđ og verkefniđ ađ halda sér uppi erfitt. Ađeins munar 2 vinningum á verđlauna- og fallsćti svo í raun og veru getur allt gerst upp í 2. deildinni í síđari hlutanum.

3. deild

Selfyssingar eru í miklu stuđi í 3. deild og hafa unniđ allar sínar viđureignir. Svolítiđ athyglisvert stađreynd í ljósi ţess ađ mér var kunnugt um ađ ţeir hafi lent í mönnunarvandrćđum. Hrókar alls fagnađar og b-sveit Reyknesinga eru í 2. og 3. sćti međ 6 stig. 

Í 3. og 4. deild gilda stig, ţ.e. veitt eru 2 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli. Verđi liđ jöfn af stigum gilda vinningar. 

Stađan 

  1. (1) SSON 8 stig
  2. (6) Hrókar alls fagnađar 6 stig (15˝ v.)
  3. (4) SR 6 stig (13˝ v.)
  4. SA-c 5 stig
  5. (3) TR-d 5 v.
  6. Skákfélag Siglufjarđar 4 stig
  7. Vinaskákfélagiđ-b 4 stig
  8. Huginn-d 4 stig
  9. SAUST 4 stig
  10. TG-b 3 stig
  11. (2) UMSB 2 stig
  12. (5) KR-b 2 stig
  13. Skákgengiđ 2 stig
  14. Breiđablik 1 stig
     

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ ritstjóri vanmat Hrókana sem eru líklegir til ţess ađ tryggja sér keppnisrétt í 2. deild ađ ári. Einnig virđist ég hafa ofmetiđ UMSB og KR-b sem ég spáđi ađ yrđu frekar í toppbaráttu en botnbaráttu. Ýmislegt getur ţó breyst í lokaátökunum. 

4. deild 

Ritstjóri spáđi ađeins fyrir um efstu ţrjú sćtin og virđist hafa lesiđ toppbaráttuna nokkuđ vel. E-sveit TR virđist einnig vera til alls líkleg. 

Stađan 

  1. (3) Víkingaklúbburinn-b 8 stig
  2. (2) Sauđárkrókur 7 stig
  3. TR-e 6 stig
  4. (1) TV 5 stig
  5. Vinaskákfélagiđ-c 5 stig
  6. Fjölnir-c 5 stig
  7. Huginn-e 4 stig
  8. Breiđablik-b 4 stig
  9. TRung-a 4 stig
  10. Víkingaklúbbruinn-c 2 stig
  11. Huginn-ung 2 stig
  12. Fjölnir-d 2 stig
  13. SA-d 2 stig
  14. TRung-b 0 stig

 

Íslandsmót skákfélaga er alltaf eitt skemmtilegasta mót hvers árs. Ţangađ mćta allir skákmenn sem vettlingi geta valdiđ og gera menn sér jafnvel ferđ erlendis frá eins og t.d. Hrannar Baldursson og Sverrir Ţorgeirsson til ađ tefla í keppninni.

Elstu keppendurnir voru 83 ára, ţeir Gunnar Gunnarsson og Páll G. Jónsson úr KR. Sá yngsti var Jósef Omarsson, ú Hugin, ađeins 5 ára. Hann vann eina skák um helgina!

Eins og venjulega var ţađ Ásdís Bragadóttir sem undirbjó mótshaldiđ af sínum alţekkta myndarskap. Undirritađur var skákstjóri, ásamt Hallfríđi Sigurđardóttur, Ólafi S. Ásgrímssyni og Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, yfirdómara mótsins. 

Inga er á stuttum tíma orđin einn af okkar öruggustu og bestu dómurum og leysti ţau vandamál sem upp komu á sköruglegan hátt. Ólafur er sem fyrr einn okkar allra traustasti skákstjóri. Ekki amalegt ađ hafa svona góđa samstarfsmenn. 

Hallfríđur sá um innsláttinn og gerđi ţađ svo fljótt ađ úrslit voru iđulega komin á vefinn ađeins nokkrum mínútum eftir lok skápa. Féll ţađ í afar góđan farveg. 

Heyrđi ég sögu af stórmeistara sem var ađ fylgjast međ heiman frá sér ađ lokinni sinni skák. Ţegar hann sá úrslitin í skák Helga Ólafssonar og Robert Ris endurhlóđ hann Chess-Results ţrisvar sinnum ţví hann beiđ eftir ađ úrslitin yrđu leiđrétt. Ađ lokum gafst hann upp og hringdi í Helga og fékk ţá heyra söguna um hvernig Helgi náđi ađ snúa gjörtapađri stöđu sér í vil!

Síđari hlutinn verđur haldinn 2.-4. mars nk. Sjáumst ţá!

Gunnar Björnsson

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband