Sterkasta Íslandsmót skákfélaga sögunnar hefst um helgina

Um 30 stórmeistarar taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga en fyrri hlutinn fer fram um helgina í Rimaskóla.  Undirrituđum sýnist ađ hér sé um ađ rćđa metfjölda stórmeistara á móti innanlands en samkvćmt lauslegri rannsókn hafa ţeir flestir veriđ á Reykjavíkurskákmótinu 2006 eđa 28 talsins.  Og samkvćmt heimildum mínum tefla allir íslensku stórmeistararnir um helgina nema Guđmundur Sigurjónsson og Héđinn Steingrímsson.  Ţetta verđur ţví í fyrsta sinn um langt árabil ađ „fjórmenningarnir" svokölluđu; Jóhann, Helgi, Margeir og Jón L. tefla á sama kappskákmóti. 

Ţrjú liđ berjast vćntanlega um titilinn; Taflfélag Bolungarvíkur, Víkingaklúbburinn og Taflfélag Vestmannaeyja.  Öll ţessi liđ stilla upp fjórum erlendum skákmönnum samkvćmt mínum heimildum og ţađ gerir reyndar Taflfélag Reykjavíkur vćntanlega einnig sé litiđ til síđustu ára. Gođinn/Mátar og SA hafa 1-2 erlenda keppendur og Hellir einn.

Ég spái ţví ađ Íslandsmeistarar síđustu fjögurra ára, Taflfélag Bolungarvíkur, vinni titilinn í fimmta sinn í röđ.  Víkingaklúbburinn og Eyjamenn eru hins vegar til alls líklegir og satt best ađ segja met ég líkurnar ca. svona:  TB (40%), Víkingar (30%), TV (20%) og ađrir (10%).  Ég spái Bolvíkingum einfaldlega sigri vegna ţess ađ ţeir hafa söguna og hefđina međ sér og hafa sennilega bestu íslensku skákmennina innan borđs, ţó í sjálfu sér muni ţar ekki svo miklu á milli ţeirra og Víkinga og Eyjamanna.

GođMátar og TR-ingar hafa einnig einhverja vinningsmöguleika.  GođMátar standa vel ađ ţví ađ ţeir fá veikar sveitir í fyrri hlutanum og gćtu ţví veriđ í góđri stöđu eftir fyrri hlutann og mćtt mun sterkari til leiks í síđari hlutann.  Árangur TR veltur ađ miklu leyti á ţví hversu margar skákir hinir sterku íslensku skákmenn ţeirra tefla.

Fallbaráttan er á milli ţriggja liđa.  B-sveit Bolungarvíkur, Skákfélags Akureyrar og Taflfélagsins Hellis.  Bolvíkingar hafa misst nokkra menn sem ţýđir ađ b-sveitin verđur veikari en oft áđur.  Hellismenn hafa misst marga góđa menn og hafa tekiđ ţá ákvörđun ađ styrkja ekki liđiđ međ erlendum meisturum heldur byggja á eigin innlendum mannskap og nýta frekar fjármuni félagsins í grunnstarfsemi félagsins.  SA hefur lengi fariđ langt áfram á liđsheildinni og liđsmenn ţess náđ töluvert betri árangri en stig gera ráđ fyrir. Mér sýnist á öllu ađ ţessar 3 sveitir séu svipađar ađ styrkleika og fallbaráttan geti veriđ hörđ.

Bolvíkingar eru eina sveitin sem hefur b-sveit í fyrstu deild í ár.  B-sveitir fara fyrir brjóstiđ á mörgum og ţađ er mín skođun ađ ţćr eigi ekki ađ geta teflt í 1. deild, sérstaklega ef selja á heitiđ á Íslandsmóti skákfélaga til styrktarađila.  B-sveitir getađ kallađ fram tortryggni eins og gerđist í fyrra ţegar b-sveit Bolvíkinga var einmitt veikust í fyrstu umferđ ţegar hún mćtti eigin a-sveit og tapađi svo 0-8.   

En nóg um útúrdúra.  Hér kemur spáin fyrir fyrstu deild:

  1. TB-a
  2. Víkingaklúbburinn
  3. TV
  4. TR
  5. Gođinn-Mátar
  6. Hellir
  7. SA
  8. TB-b

2. deild

Eins og venjulega er erfitt ađ spá í 2. deildina.  Ţar geri ég ráđ fyrir sterkum b-sveitum Máta og Eyja og satt best ađ segja finnst mér ţćr tvćr sveitir líklegastar til sigurs í deildinni.  Ţađ er ţví margt sem bendir til ţess ađ b-sveitum fjölgi í 1. deild ađ ári í tvćr eđa jafnvel ţrjár ef Bolvíkingar halda sér uppi.  Önnur deildin er ekki jafn sterk og í fyrra ţegar Víkingar og Gođamenn fóru mikinn.  Nýju sveitirnar í deildinni eru ekki jafn sterkar. 

Erfitt er ađ átta sig á fallbaráttunni.  Mér sýnist satt best ađ segja ađ allar hinar sveitirnar geti falliđ nema ţá helst b-sveit TR sem ég spái 3. sćti.  Eftir margar útstrikanir setti ég fallsćtin á Hauka og Reyknesinga en set viđ ţađ alla hefđbundna og óhefđbundna fyrirvara og bendi á ađ TG, Fjölnir og Hellir geti allt eins falliđ.

  1. Gođinn/Mátar-b
  2. TV-b
  3. TR-b
  4. TG
  5. Fjölnir
  6. Hellir-b
  7. Haukar
  8. SR

3. deild

Sextán liđ keppa í 3. deild.  Ţar tel ég b-sveit Víkinga langlíkasta til sigurs.  Hvađa félag fylgir ţeim upp í 2. deild er mun erfiđara um ađ segja.  Ţađ gćtu veriđ KR-ingar, Akurnesingar, Vinverjar, Selfyssingar ,Skákfélag Íslands eđa b-sveit Akureyringa. Ég ćtla ađ spá ađ KR-ingar međ hinn „endurreista" liđsstjóra Einar S. Einarsson fylgi Víkingum upp.

Ég spái ađeins fyrir um átta efstu sćtin.

  1. Víkingaklúbburinn-b
  2. KR-a
  3. SFÍ
  4. Vin
  5. SA-b
  6. TA
  7. Gođinn/Mátar-c
  8. TV-c

4. deild

Hér er sama saga og venjulega.  Mjög erfitt ađ spá í spilin enda hef ég afskaplega takmarkađar upplýsingar um liđin.  Ćtla ađ spá Briddsurum sigri og c-liđ Víkinga sem og b-liđ Vinjar fylgi ţeim upp en ţetta er byggt á afar takmarkađri vitneskju um styrkleika liđanna.

Spái ađeins um 5 efstu liđin:

  1. Briddsfjelagiđ
  2. Víkingar-c
  3. Vin-b
  4. SSON-b
  5. Fjölnir-b

Ađ lokum

Ég sannarlega vonast eftir drengilegri og skemmtilegri keppni.

Og ítreka ađ ţessi spá er ađeins til gamans og enginn á ađ taka henni of alvarlega.  Lífiđ er of skemmtilegt til ađ láta eina spá og lítinn pistil fara of mikiđ í taugarnar á sér.

Góđa skemmtun um helgina!

Gunnar Björnsson

Höfundur teflir međ b-sveit Hellis um helgina


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband