Borgarstjóraskiptin ekki að virka?

Þessi niðurstaða verkur óneitanlega athygli.  Fylgir Sjálfstæðisflokksins virðist enn vera í frjálsu falli þrátt fyrir löngu tímabær borgarstjóraskipti í Reykjavík.   Hvað veldur?  Er vandræðagangurinn síðustu missera enn að lenda flokknum og þessi furðalega meirihlutamyndun í vor?

Eða er það efnahagsástandið?  Það síðastnefnda virðist þá ekki lenda á Samfó sem er í sókn og er komin upp við hlið Flokksins.    

Eru kjósendur flokksins Flokksins e.t.v. ósáttir við sífelldar árásir ákveðins hóps innan Flokksins á formann samstarfsflokksins?

Eða er það Evrópustefnan (eða ekki Evrópustefnan) sem veldur?   

Sjálfsagt bland af þessu öllu og meira til  Geir bíður mikið hlutverk að rífa upp flokkinn úr þessari kreppu.  

Aumingja Geir þarf að takast á við tvær kreppur!  Það þarf meir, Geir.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur bara alls ekki á óvart, því miður. Ef við byrjum á Reykjavík, þá loksins að það var stigið skref þegar Villi vék úr leiðtogasætinu fyrir Hönnu Birnu sem svo sannarlega átti sætið enn ekki eitthver annar í flokknum. Þetta var bara ekki nóg, Villi hefði þurft að fara alla leið út úr þessum meirihluta samstarfi, því miður er eigingirnin svo mikil og siðblindan sumra einstaklinga er að drepa trausti fólks á flokknum.

Geir og ríkistjórnin: Það er bara eins og hann annað hvort hafi ekki völd eða þá getu til að stíra flokknum. Svo er svo sem ekki auðvelt að taka við af eins sterkum leiðtoga og Davíð var, sem er í þokkabót enn við völd ekki bara í Seðlabankanum.

Það verður að segjast eins og er að það litla sem þessi ríkistjórn er að gera í vandamáli líðandi stundar, að þá er það lítið og kemur frekar í seinni kantinum. Ef Geir &.co ætla að halda virðingu og trausti hjá kjósendum þá verða þau að fara að verða meira samfærandi en þau eru í dag.

Geir, þingflokkurinn, Villi og borgarstjórnarflokkurinn eru að drepa niður fylki flokksins. Þetta er ömurlegt........... hætti þessu rugli og farið vinna vinnuna ykkar. 

kv Sjálfstæður

Sigurður Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar spyr réttur spurninganna og þú, Sigurður, svarar þeim rétt.

Ég held líka að Evrópumálin spili stóra rullu og eigi eftir að kosta flokkinn meira fylgi, þegar nær dregur kosningum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.6.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er spurt réttu spurninganna og það er hægt að taka undir athugasemdirnar líka. Kannski kemur fleira til en þessir punktar eru að vega þyngst, að mínu áliti.

Það er hinsvegar ekkert sem bendir til að Geir nái tökum á ástandinu og klárlega er hann að sitja uppi með seinvirkar aðgerðir í peningamálunum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.6.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband