You Ain´t seen Nothing Yet!

Íslandsmót skákfélaga fer fram um helgina.  Undirritađur er fullur tilhlökkunar enda hér á ferđinni langskemmtilegasta skákkeppni hvers ár.  Eins og venjulega stefnir í metţátttöku en nú er 32 liđ skráđ til leiks í fjórđu deild sem er fjölgun um tvö.  Nýtt félag tekur ţátt í fyrsta sinn, kvennaklúbburinn ÓSK.   Ritstjórinn er auk ţess afar hamingjusamur međ ţađ ađ vera ekki lengur umdeildasti ritstjórinn á landinu.

Í fyrstu deild stefnir allt í góđan sigur Bola Víkara.  Í fyrra sló félagiđ í gegn ţegar ţađ studdi myndarlega viđ unga og efnilega skákmenn og veitti ţeim stuđning til ađ leggja skákina fyrir sig.   Víkarar stóđu auk ţess fyrir vel skipulögđum landsliđsflokki og í vikunni héldu Bolvíkingar alţjóđlegt mót og sem gekk vel ţar sem Róbert Lagermann náđi sínum lokaáfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Félagiđ hefur sem fyrr haldiđ á ţeirri braut ađ styđja unga skákmenn ţrátt fyrir einhverja stefnubreytingu ţegar félagiđ fékk til liđ viđ sig „gamlar" kempur eins og Jóhann Hjartarson frá Helli og Ţröst Ţórhallsson frá TR.   Liđsskipan Víkara međal íslenskra skákmanna minnir helst á liđ TR hér í denn ţegar félagiđ hafđi ţađ mikla yfirburđi ađ félagiđ tefldi fram tveimur sveitum (SA-sveit og NV-sveit) og iđulegu enduđu sveitirnar í  1. og 2. sćti.    Mađur bíđur eftir ţví ađ félagsmönnum verđur skipt upp í sveitir eftir ţví hvar ţeir búi í ......................Bolungarvík Smile.  Međ Víkurum teflir svo lettneski stórmeistarinn Miezis eins og svo oft áđur en Víkarar stilla ađeins upp einum erlendum stórmeistara nú í ár en ţađ ćtti ađ duga til sigurs.  

Ritstjóri spáir Eyjamönnum öđru sćti.    Samkvćmt mínum heimildum tefla međ Eyjamönnum frönsku stórmeistararnir Maze og Nataf og ţýski stórmeistarinn Hoffman.  Og svo Helgi Ólafsson.  Ekkert liđ stillir upp fleiri stórmeisturum en Eyjamenn en liđiđ er ekki jafnsterkt á neđri borđunum eins og t.d Bolvíkingar og Hellismenn og ţví tel ég annađ sćtiđ ţeirra.   Undirritađur brá sér til Eyja síđustu helgi og skemmti sér vel.  Eyjamenn stóđu ađ miklum myndarskap fyrir NM barnaskólasveita og hafa lagt nýjan stađal hvernig stađiđ fyrir slíkum mótum.    Annađ sćtiđ til Eyja!

Ritstjóri spáir Hellismönnum ţriđja sćtinu en félagiđ hefur nćr undantekningarlaust lent í 1. eđa 2. sćti síđasta áratuginn eđa svo.  Hellismenn misstu Jóhann Hjartarson en endurheimtu Hannes Hlífar eftir tveggja ára útlegđ í TR.  Allir fjórir meistaratitlar Hellis unnust međ Hannes á fyrsta borđi sem hefur ćtíđ reynst liđinu vel og Hellismenn ţví himinlifandi yfir ţví ađ endurheimta ţennan sigursćla meistara.    A-sveit Hellis verđur reyndar ađ ég held eina íslenska sveitin í 1. deild sem stillir eingöngu upp íslenskum ríkisborgurum en erlendir ríkisborgarar ţótt búsettir eru á Íslandi tefla međ b-sveitum Hellis og Hauka.  Liđ Hellis samanstendur ađ Hannesi, Birni Ţorfinnssyni og svo FIDE-meisturum.  Róbert Lagerman mun án efa koma sterkur inn eftir frábćra frammistöđu á Víkara-mótinu.   Hellismenn eru veikari á efri borđunum en  margar ađrar sveitir en sterkari á neđri borđum en allar ađrar sveitir ađ Víkurum undanskyldum og ţađ mun reynast ţeim drjúgt.  Ţriđja sćtiđ til Hellisbúa!

Erfitt er ađ spá um liđin í 4.-6. sćti.  Ţar berjast vćntanlega TR, Haukar og Fjölnismenn.  Um síđastnefnda liđiđ hefur ritstjórinn nánast ekkert hlerađ annađ en ađ Héđinn Steingrímsson teflir međ ţeim auk ţess sem Davíđ Kjartansson kemur til landsins frá Sviss til ađ tefla.     

Ég geri ráđ fyrir ađ Fjölnismenn stilli upp til viđbótar 2-3 erlendum meisturum og ćtla ađ spá ţeim fjórđa sćti.

Haukamenn munu víst vera veikari en oft áđur og töluvert um forföll.   Kveynzis kemur ekki en sjálfsagt stilla ţeir upp 2-3 erlendum meisturunum.  Auk ţess sem sjálfur Íslandsmeistarinn Henrik Danielsen teflir vćntanlega á fyrsta borđi.  

TR-ingar fengu óvćntan liđsauka ţegar Ivanov gekk til liđs viđ ţá ţegar í ljós kom ađ fyrirćtlanir Víkara ađ nota hann runnu út í sandinn ţegar í ljós kom ađ hann nánast borinn og barnfćddur TR-ingur.  Ivanov teflir ţví međ TR.  Međ TR teflir einnig svo alţjóđlegi meistarinn Arnar Gunnarsson, Snorri Bergsson og Sigurđarnir Dađi og Páll sem báđir gengu nýlega til liđs viđ félagiđ eftir mislanga útlegđ í Helli og KR.  Á móti kemur ađ félagiđ hefur misst Hannes Hlífar, Ţröst og Stefán Kristjánsson.  Ţađ hefur oft veriđ vandamál hjá TR ađ fá sína sterkustu menn til ađ tefla en mér skilst ađ svo verđi ekki núna.

Ég get nánast kastađ upp teningi eins og spá í lokastöđu ţessara sveita.  Ég ćtla ţó ađ láta vađa ađ Fjölnir taki fjórđa, TR ţađ fimmta og Haukar ţađ sjötta. 

Lítiđ ţarf ađ fjalla um botnbaráttuna.  Ţađ verđur hlutverk b-liđa Hellis og Hauka sem býđur ţess ađ falla.  Hellismenn ćttu ţó ađ vera sterkari.

Svo gćti ţetta allt fariđ á hvolf breytist liđsskipan félaganna mikiđ t.d. í síđari hlutanum!

Spá ritstjóra:

  • 1. Bolungarvík
  • 2. TV
  • 3. Hellir-a
  • 4. Fjölnir
  • 5. TR
  • 6. Haukar-a
  • 7. Hellir-b
  • 8. Haukar-b

 

2. deild


Önnur deildin er oft sú deild sem erfiđast er ađ spá um.  Ég spái ađ B-liđ Víkara fari upp en sveitin vann sig upp úr 3. deild í fyrra međ fáheyrđum yfirburđum.  Vandi er ađ segja um hvađa sveit fylgir ţeim upp en mér finnst ađ fallliđin úr 1. deild frá í fyrra muni um ţađ berjast.  Spái Akureyringum annađ sćti og TR-b ţví ţriđja.  KR-ingar taki fjórđa sćti en ekki má vanmeta ţá komi ţeir međ sterka skákmenn ađ utan eins og veit ađ stóđ til.  Reyknesingum spái ég fimmta sćti og Garđbćingum ţví sjötta.  

C-liđ Hellis slapp međ naumindum á hálfum vinningi viđ fall í fyrra og bíđur erfitt hlutskipi.  Ţá sveit munu skipa ungir og efnilegir skákmenn sem eru á mikilli siglingu og sveitin ţví alls ekki dauđadćmd fyrirfram og gćti komiđ á óvart.  Ég tel ţó líklegast ađ hún falli og ađ Skagamenn fylgi henni niđur en ţeir komu upp úr 3. deild í fyrra.

Spá ritstjóra:

  • 1. Bolvíkingar-b
  • 2. SA
  • 3. TR-b
  • 4. KR
  • 5. SR
  • 6. TG
  • 7. TA
  • 8. Hellir-c


3. deild

Ţađ er yfirleitt enn erfiđara ađ spá í spilin í ţriđju deild.  Úr 2. deild í fyrra féllu naumlega b-sveit SA og Selfyssingar og ţćr sveitir eru báđar líklegar til afreka.  C-sveit TR endađi í 3. sćti í fyrra, tapađi 2. deildarsćti mjög naumlega.  Úr 4. deild komu Mátar og c-sveit Víkara.  Ég tel báđar ţeir sveitir einnig líklegar í toppbaráttuna.   Ég spái Víkurum sigri og ţar međ ađ sigur hjá ţeim vinnist í 1.-3. deild.   Ég spái ađ baráttan um annađ sćti verđi á milli b-sveit SA og vinafélagsins í Mátum úr Garđabć.  Akureyringar hagnast á ţví ađ a-sveitin féll (ekki ţađ ađ ţađ sé jákvćtt fyrir félagiđ) ţar sem nú tefla 6 í a-sveitinni í stađ 8 áđur og ţar međ styrkist b-sveitin.   Ég ćtla ađ spá Garđbćingum öđru sćti og Akureyringum ţeim ţriđja en..........set ţó viđ ţá meiri fyrirvara en íslenska ríkisstjórnin vildi setja í upphafi viđ IceSave-samninginn.  

Fallbaráttan gćti stađiđ á milli Hellis-d, Hauka-d og TG-b.  Spái H-liđunum niđur og ţar međ ađ sveitir Hellis falli úr öllum deildum.  

Spá ritstjóra:

  • 1. Bolungarvík-c
  • 2. Mátar
  • 3. SA-b
  • 4. Selfoss
  • 5. TR-c
  • 6. TG-b
  • 7. Haukar-c
  • 8. Hellir-d

 

4. deild

Ţađ eru minni líkur ađ giska á rétt úrslit í fjórđu deild en ađ sömu tölurnar komi tvisvar upp í röđ í búlgarska lottóinu.   Ég held ađ b-sveit Eyjamanna hljóti nú ađ komast upp og ég tel ađ Víkingaklúbburinn fylgi ţeim upp.  Ţarna eru ţó margar sterkar sveitir eins og SA-c, KR-b, Bolungarvík-d og Gođinn sem hefur styrkt sig mikiđ frá í fyrra.  

Spá ritstjóra:

  • 1. TV-b
  • 2. Víkingaklúbburinn
  • 3. KR-b
  • 4. Bolungarvík-d
  • 5. SA-c
  • 6. Gođinn

Ađ lokum

Keppnin nú er sú fyrsta eftir ađ kreppan skall yfir okkur.  Hún hefur bersýnilega töluverđ áhrif enda sýnist mér á öllu ađ töluvert minna verđi nú um erlenda skákmenn en áđur.  Á móti kemur ađ mér sýnist ađ skákáhugi sé á uppleiđ.  Á flest mót í haust hefur keppendum fjölgađ frá fyrri árum og sem fyrr er metţátttaka á Íslandsmóti skákfélaga.  

Ţađ sem gerir Íslandsmót skákfélaga jafn skemmtilega keppni og raun ber vitni ađ ţarna tefla allir.  Stórmeistarar, börn, gamalmenni, konur og kallar.   Ţarna sér mađur öll gömlu andlitin sem sum hver mađur sér bara tvisvar á ári. 

Gallinn er sá ađ nánast enginn vill vera skákstjóri.  Skákstjórar eru ţví eins og svo oft áđur í fćrri  kantinum og biđ ég keppendur ađ sína ţví skilning ţótt ekki séu skákstjórar alltaf til taks ţegar í stađ. 

Eyjólfur Ármannsson ćtlar ađ slá inn valdar skákir og búiđ er ađ ráđa manneskju sem ćtlar ađ skrá inn einstaklingsúrslit í öllum deildum sem er vel.   Engin bein útsending verđur enda hvort eđ er allir á stađnum!

Svo nokkur praktísk atriđi.

Teflt er í Rimaskóla.  Tímamörk eru 1˝ klst. á alla skákina auk ˝ mínútu á hvern leik.  Fyrsta umferđ hefst kl. 20 á föstudag, önnur kl. 11 á laugardag, ţriđja kl. 17 á laugardag og svo fjórđa kl. 11 á sunnudag.

Skákstjórar hafa ákveđiđ ađ eftir ˝ klukkustund verđi dćmt tap séu menn ekki mćttir.  

Einnig hefur ákveđiđ ađ enginn viđureign megi hefjast fyrr en búiđ sé ađ skrá liđin á viđkomandi eyđublađ.  Ţađ er gert ţar sem oft hefur misbrestur á ţví ađ liđin séu skráđ.  Dćmi eru einnig um ađ liđsstjórar hafi tekiđ međ eyđublöđin heim og allt veriđ í steik á međan af ţeim er leitađ!   Einnig eru liđsstjórar hvattir til ađ skila inn liđsskipan síns liđs til skákstjóra í upphafi móts til ađ auđvelda innslátt úrslita.  

Spáin nú er til gamans og enginn má taka hana of alvarlega.  Á bak viđ hana eru engin geimvísandi heldur miklu frekar tilfinning ritstjóra sem býsna oft hefur ţó reynst sannspár.  Eins og kollegi minn á Bessastöđum segir ţegar eitthvađ er hermt eftir honum.  „Ég var misskilinn".  

Gunnar Björnsson

Höfundur er ritstjóri Skák.is, forseti SÍ og teflir međ b-sveit Hellis á Íslandsmóti skákfélaga.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband