Söguleg úrslit hjá Framsóknarflokknum

FramsóknÉg held að menn átti sig ekki á hversu söguleg úrslitin í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi séu.  Í fyrsta sinn væntanlega í sögu Framsóknar verður enginn Austfirðingur á þingi fyrir flokkinn en Austfirðingar biðu afhroð á kjördæmaþinginu og þeirra efsti fulltrúi hafnaði aðeins í fimmta sæti.

Fyrir Framsóknarflokkinn á Austfjörðum hafa m.a. setið skörungar eins og Halldór Ásgrímsson (bæði yngri og eldri!), Eysteinn Jónsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason.  Og þess má geta að Halldór Ásgrímsson kom inn sem þriðji maður á lista Framsóknarflokksins er hann settist fyrst á þing árið 1974.  

Munu Austfirðingar styðja Framsóknarflokkinn? Eða munu þeir fremur styðja Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna eða VG þar sem þeirra fólk er í góðum sætum?   

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Það var leiðinlegt að sjá og heyra hve ílla Framsóknarmenn höfnuðu austfirðingum !

En austfirðingar allir eru hjartanlega velkomnir í Sjálfstæðisflokkinn, svo mikið er víst.

Óttarr Makuch, 14.1.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband