Dorrit og Ísrael

DorritÉg hafði mjög gaman að viðtali Evu Maríu við Dorrit Moussaieff í Kastljósinu í kvöld.  Mér fannst punktar Dorritar um stöðu mála í Ísrael athyglisverðar, en sjálfur hef ég verið hrifinn af þvi, hvernig Ísraelsmenn er sett fram hérlendis, þ.e. annaðhvort séu Ísraelsmenn alltaf vondu gæjarnir eða Palestíníumenn séu allir sem ótýndir hryðjuverkmenn.   

Dorrit kom upp með vinkil að gera Jerúsalem að alþjóðlegu svæði, undir verndarvæng t.d. SÞ en borgin er heilög borg í þremur trúarbrögðum.  Mér finnst þessi hugmynd allrar athygli verð og þá sérstaklega athyglisvert að hún sem gyðingur nefni slíka hugmynd sem hlýtur að vera algjört eitur í hugum margra Ísraelsmanna.  Hún sagðist meira að segja hafa talað um þessa hugmynd við ísraelska ráðamenn en engið misjafnar undirtektir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Já ég tek undir það hjá þér, viðtalið við frúnna var fínt.  Þótti mér einkar athyglisverð hugmynd hennar um Jerúsalem.  Einnig þótti mér gaman að sjá hvað hún virðist vera blómstra hér á klakanum, það hlýtur að vera sjávarloftið á nesinu.

Óttarr Makuch, 14.1.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband