Fjörugur dagur í pólítík

HjálmarFjörugum pólítískum degi er lokiđ.   Hjálmar hćttur, Johnsen í öđru sćti, Valdimar XIV í Frjálslynda og lélegt fylgi Samfylkingar í skođanakönnun Fréttablađsins eru hápunktar dagsins. 

Annars er fróđlegt ađ lesa pólítískt blogg Sjálfstćđismanna sem og annarra andstćđinga Ingibjargar í dag, sbr. athugasemdir viđ blogg mitt í dag, sem allir ganga út á ţađ ađ Ingibjörg sé ómöguleg og hversu sólin skein skćrt undir forystu Össurar   

Menn eru fljótir ađ gleyma.  Ef ég man rétt fór fylgi Samfylkingar undir forystu Össurar niđur í 15% og ţótti honum skorta trúverđugleika sem forystumađur.  Eftir ađ Össur hćtti sem formađur hefur hann reyndar fariđ á kostum og ber t.d. af öđrum bloggurum í dag.  Lykilatriđi er fyrir flokkinn ađ Össur standi sem klettur međ Ingibjörgu og koma flokknum upp í 30%.  Formannskosningum er lokiđ og lauk fyrir tćpum tveimur árum.  Tap Össurar reynist mörgum stuđningsmönnum hans erfiđur biti ađ kyngja en nú á ađ horfa fram á veginn en ekki ađ horfa sífellt í baksýnisspegilinn.Össur

Valdimar farinn í Frjálslynda en mér sýnist ađ endurskýra megi flokkinn sem "recycle bin".  Ţangađ fara ţeir sem tapa í prófkjörum og freista ţess ađ fá framlengingu á pólítísku lífi.  Margrét Sverrisdóttir á ađ mínu mati enga samleiđ međ flokknum og ćtti ađ leita á önnur miđ.

Enn tekst Sjálfstćđismönnum í Suđurkjördćmi ađ koma á óvart međ ţví ađ stađfesta Johnsen í annađ sćti.  Sjálfsagt getur ţetta kostađ Sjálfstćđisflokkinn 1-3 ţingsćti á landsvísu.   

Hjálmar lagđi allt undir og koltapađi.  Einhvern held ég Hjálmar hafi gert ráđ fyrir ţessu og sá bara býsna sáttur viđ ađ hćtta.  Allt eđa ekkert.


mbl.is Hjálmar Árnason hćttir í stjórnmálum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Heill ţér, Gunnar. Skemmtilegur pistill. En ég verđ ţó ađ gera athugasemdir viđ ţađ orđalag ađ stuđningsmenn Össurar horfi sífellt í baksýnisspegilinn. Nú er ég ađ vísu ekki í Samfylkingunni, en ég held ađ flestir ţar horfi út um framrúđuna, skelfingu lostnir.

Hrafn Jökulsson, 22.1.2007 kl. 11:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband