Ingibjörg að ná fyrri styrk?

Ingibjörg SólrúnIngibjörg Sólrún virðist hafa farið á kostum á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík ef marka má fréttir þaðan en klippur af fundinum mátti sjá á báðum sjónvarpsstöðunum.  Mér sýndist þar að Ingibjörg hafi verið í stuði og nú rifjaðist það fyrir mér afhverju ISG lagði Sjálfstæðisflokkinn þrisvar að velli í borgarstjórnarkosningum og ávallt með meiri yfirburðum í hvert sinn.  

Loks endaði í Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegi tapi þegar flokkurinn fékk sögulega útreið og sitt minnsta fylgi í borgarstjórnarkosningum undir forystu Björns Bjarnasonar.  

Nú sitjum við kjósendur fram fyrir því að stjórnin haldi velli samkvæmt skoðanakönnun Heims.  Er það sem viljum?  Viljum við fleiri Baugsmál?  Áframhaldandi styrkjakerfi, ofurtolla og álögur á landbúnaðarvörur?  Bann við því að málin séu rædd, eins og t.d. Evru- og Evrópumál.

Viljum við það?  Er ekki tími kominn á breytingar?

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Bíddu, hvaða væl er þetta. Hver hefur bannað umræðu um Evrópumálin? Hver hefur vald til þess??

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.1.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já það er svo sannarlega kominn tími til að breyta til. Framsókn þarf auðvitað að hvíla vel og lengi og nýrri forystu í Sjálfstæðisflokknum veitir ekki af nokkrum árum í að þvo bláu blettina af höndum sínum.

Það er kominn tími til að breyta, til að hleypa nýju fólki að. Það þarf að ná tökum á ofþenslu sem hrekur vaxtarsprota atvinnulífsins úr landi og kemur í veg fyrir að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar samgöngubætur í landinu. Síðast en ekki síst þarf að ná tökum á háu verðlagi og verðbólgu sem ásamt verðtryggingu hækkar skuldir fólks dag frá degi.

Síðast en ekki síst þarf að taka á jöfnum rétti og áhrifum kynjanna. Það mun Ingibjörg Sólrún gera í Stjórnarráðinu á sama hátt og hún gerði í borginni. Það verður mikið framfaraspor þótt viðbúið sé að það verði ekki öllum að skapi.

Dofri Hermannsson, 28.1.2007 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband