2.2.2007 | 18:28
Forsetinn notar Windows Vista
Voðalega finnst mér þessar árásir á forsetann okkur ómerkilegar. Vil þar með taka heilshugar undir með Birni Inga og Hrannari. Ég tek ofan fyrir Herra Ólafi og þeim árangri sem hann hefur náð á alþjóðavettvangi. Ólafur er hátt skrifaður í viðskiptalífinu á Íslandi. Meira að segja ríkasti maður heims, Bill Gates, hittir hann, og gefur honum í þokkabót eintak af Windows Vista.
Reyndar nokkuð skrýtið hlutverk sem fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins er kominn í......en margt er skrýtið í kýrhausnum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margt skrýtið kýrhausnum ef forseti lýðveldisins þarf ekki að fara að stjórnsýslulögum og virða hefðir embættisins. Hefði verið eðlilegt að forsetaembættið hefði útskýrt för forsetans áður en hann fór til Indlands. Forsetinn tilkynnti ekki einkaerindi, fór ekki í opnbera heimslókn. Með framkomu sinni sýndi hann þjóðinn og stjórnvöldum óvirðingu.
Hann er ekki verndari viðskiptalífs eða forseti fyrir auðmenn.
Hér er ekki um árásir að ræða heldur réttmæta gagnrýni, sem forsetaembættið ætti að svara. Forsetinn sagði í fjölmiðlm í kvöld að gagnrýnin byggðist á miskilningi og vanþekkingu.
Vonandi upplýsir hann þjóðina þótt seint sé og afkáralegt svona eftir á.
Hann má hafa sína einkavini fyrir sig smbr. Bil Gates gefa forsetanum eins mörg Windows Wista og hann vill það er einkamál.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.2.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.