6.2.2007 | 22:39
Getur hugsast að 23% kjósi VG?
Mig setur eiginilega hljóðan þegar ég sé að u.þ.b. 23% þeirra sem taka afstöðu í könnun Blaðsins ætli að styðja Vinstri Græna. Umhverfisstefna þeirra hljómar sjálfsagt vel í margra augum en eru þeir trúverðugir samanber umhverfisstefnu þeirra í eina bæjarfélaginu þar sem þeir eru við völd, Mosfellsbæ? Gerir fólk sér grein fyrir hvað flokkurinn stendur að öðru leyti?
Ögmundur Jónasson hefur látið þau orða falla að bankarnir megi allt eins flytja landi brott til að minnka launamun en íslenskir bankastarfsmenn eru sjálfsagt á milli 2.000 og 3.000 sem margir þá þyrftu að leita sér nýrrar vinnu. Er þetta trúverðugt hjá verkalýðsleiðtoga? Treystum við VG fyrir valdastólum?
Annars setur maður mikla fyrirvara við þessa könnum þar sem svarhlutfall var mjög lítið. Líklegt er samt að flokkarnir yst á hvorum væng hafi tryggara fylgi en hinir flokkarnir.
Engu að síður gefur hún vísbendingar sem hljóti að vera Samfylkingunni mikið áhyggjuefni. Já og Frjálslyndir virðast vera að hverfa!
Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.