8.2.2007 | 19:55
VG á móti - auðvitað!
Vinstri grænir hafa verið nokkuð þekktir fyrir að vera móti öllu og svo er einnig nú. Auðvitað er tóm vitleysa að fá 600 mkr. inn í borgarkerfið enda ekki hægt að nota peninginn í neitt vitrænt heldur yrði þetta notað í einhverja vitleysu eins og t.d. að borga niður skuldir borgarinnar, já eða lækka útsvarið, fasteignagjöldin eða sorphirðugjaldið.
Já það á miklu frekar á að halda húsinu í eigu borgarinnar. Björgúlfur er einkaaðili og slíkum aðilum er ekki treystandi fyrir slíku sloti. Hann gæti endurbætt húsið og gert það enn glæsilegra en það er.
Slíkt gengur ekki!
![]() |
Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Athugasemdir
Þið hægri menn .Hvar er loforðið um að afnema PLOMP skattinn. Auðvitað gleymt eins og allt annað. En öllum eigum rikis og borgar skal komið i eigu RETTRA aðila. XD
Sveinn hansson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 23:50
Rétt Sveinn. Gunzó er rótgróinn hægri maður! Hann hefur t.d. lengi verið talinn "leyni Heimdellingur"

Snorri Bergz, 9.2.2007 kl. 14:59
Strákar mínir. Þið eruð eitthvað að misskilja hlutina. Þetta snýst um að sjá heildarmyndina en ekki horfa á hlutina úr einu þröngu sjónarhorni.
Heildarmyndin, strákar mínir.
Gunnar Björnsson, 9.2.2007 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.