11.10.2011 | 00:32
Bolar bítar vel frá sér
Bolvíkingar hafa algjöra yfirburđi á Íslandsmóti skákfélaga. Undirritađur minnist ţess ekki ađ hafa séđ ađra eins yfirburđi, um langt árabil. Bolvíkingar komu međ fjóra sterka stórmeistara. Forystan er 8˝ vinningur og ađeins formsatriđi fyrir Bolvíkinga ađ vinna titilinn fjórđa áriđ í röđ. Hitt sem stendur upp úr helginni er ađ Stefán Kristjánsson er búinn ađ tryggja sér 2500 skákstig og stórmeistaratitil. Verđur vćntanlega útnefndur stórmeistari í byrjun nćsta árs.
Ţrátt fyrir ađ TR notađi fjóra erlenda meistara var liđ ţeirra veikara en flestir áttu von og ekki alveg í samrćmi viđ trumbusláttinn ţegar koma 12 erlenda meistara í TR var tilkynnt međ viđhöfn fyrir í haust. Fyrir utan Papin á fyrsta borđi voru hinir erlendu gestirnir međ minna en 2500 skákstig. Ef til vill koma stóru nöfnin í síđari hlutann.
TR-ingurinn Anatoly Karpov setti skemmtilegan svip á setninguna. Hann afhendi rauđhćrđu Akureyringum Mikael Jóhanni og Jóni Kristni verđlaunagripina fyrir Landsmótiđ í skák og lék svo fyrsta leikinn í fjórum skákum, ţ.e. fyrsta leikinn á öllum viđureignum á 1. borđi í 1. deild. Svo skemmtilega vildi til ađ enginn lék sama leiknum heldur léku menn ýmist e4, d4, c4 eđa b3. Karpov ţurfti svo ađ fara af landi brott fyrr en stefnt var ađ Pútin ćtlar ađ heiđra hann. Skemmtilegt viđtal viđ svo viđ Karpov í Kastljósinu í kvöld sem og í Sunnudagsmogganum. Gott framtak hjá TR ađ fá kappann og átti Björn Jónsson mestan ţátt í ţví. Frábćrt framtak sem vekur jákvćđa athygli á TR og skákinni almennt.
TR er í öđru sćti, hafa vinnings forskot á Hellismenn sem eru ţriđju. Í fyrsta skipti í mörg ár sem félagiđ stillir erlendum meisturum ađ ráđi. Á fimmta borđi var Karl Ţorsteins sem gekk í félagiđ úr Helli fyrir keppnina. Liđ TR var ţví ađ langmestu leyti skipađ nýliđum"!
Hellismenn eru ţriđju. Liđiđ mátti sćtta viđ jafntefli viđ Máta og b-sveit Bola. Simon Williams var eini erlendi gesturinn međ Helli ađ ţessu sinni. Hannes Hlífar Stefánsson tefldi á fyrsta borđi og lét sér duga ađ gera 3 stutt jafntefli.
Eyjamenn eru fjórđu. Ţeir stilltu upp Gurevich á fyrsta borđi og eiginkona hans var á ţví fimmta. Flestir áttu von á ţeim mun sterkari. En liđ međ stórmeistarana Helga og Henrik á 2. og 3. borđi er sveitin auđvitađ ţrćlöflug. Eyjamenn hafa góđa séns á öđru sćti.
B-sveit Bolvíkinga eru fimmtu. Ţađ liđ skipa sterkir skákmenn eins og landsliđsmađurinn Bragi Ţorfinnsson og stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson. En ađ mestu leyti samanstendur sveitin ađ uppöldum Bolvíkingum/Vestfirđingum. Einhvern gárunginn um helgina sagđi ađ a-liđiđ stćđi fyrir ađkeypta" og ađ b-liđiđ stćđi fyrir brottflutta"!
SA er sjötta sćtti og eru örugglega býsna ánćgđir. Ţeir unnu TR 4˝-3˝ og ţađ sem meira var, ţeir unnu hina brottfluttu Akureyringa, Máta, međ sama mun. Ţeir hafa 13˝ vinning og eru međ 2˝ vinning á Máta fyrir fallbaráttuna. Međ ţeim tefldu 2 danskir alţjóđlegir meistarar.
Mátar háđu sínu frumraun í fyrstu deild og ćtla sér greinilega ađ berjast fyrir sínu. Gawain Jones kom geysisterkur inn og hlaut 3˝ vinning.
Fjölnismenn reka lestina međ 7 vinninga og fátt kemur í veg fyrir fall hjá ţeim. Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson leiddi sveitina. Helgi Árnason hefur ákveđiđ ađ treysta á heimavarnarliđiđ og gefa uppöldum skákmönnum sín tćkifćri til ađ tefla í efstu deildum sem er mjög vel til fundiđ. Fjölnismenn verđa komnir međ mjög sterkt uppaliđ liđ innan fárra ára.
Stefán Kristjánsson var eini skákmađurinn sem fékk fullt hús í fjórum skákum. Jones, Kuzubov og Halkias náđu 3˝ vinning. Bolvíkingarnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Jón Viktor Gunnarsson hlutu 3 vinninga í 3 skákum.
Ţegar spá ritstjóra er skođuđ kemur í ljós ađ ég var algjörlega út úr korti varđandi efsta sćtiđ. Ég stóđ í ţeirri trú ađ TR-ingar og reyndar Eyjamenn myndu koma mun sterkari til leiks. Ađ öđru leyti er stađan í nokkuđ góđu samrćmi viđ spánna.
Spá ritstjóra í sviga.
Rk. | Spá | Team | TB1 | TB2 |
1 | 2 | TB A | 27,5 | 8 |
2 | 1 | TR A | 19 | 6 |
3 | 4 | Hellir A | 18 | 4 |
4 | 3 | TV A | 16,5 | 4 |
5 | 5 | TB B | 15,5 | 5 |
6 | 6 | SA A | 13,5 | 4 |
7 | 8 | Mátar | 11 | 1 |
8 | 7 | Fjölnir A | 7 | 0 |
2. deild
Eins og vitađ var voru Víkingar og Gođinn í sérflokki. Önnur liđ eru í hnapp og ađeins munar 3˝ vinningi á liđinu í 3. sćti og ţví áttunda. Ţarna getur ţví allt skeđ enda sex liđ í fallbaráttu". Öll liđin sex eiga líka sameiginlegt ađ hafa mćtt öđru toppliđinu og eiga hitt eftir. Mér finnst reyndar ólíklegt ađ TR-b og KR falli.
Mér var bent á ţađ af Skagamanni ađ ég hefđi spáđ ţeim falli nú fjórđa áriđ í röđ. Ég var vinsamlegast bent á ađ halda ţví áfram enda hefur sveitin aldrei falliđ öll ţessi ár!
Rk. | Spá | Team | TB1 | TB2 |
1 | 1 | Víkingar A | 19,5 | 8 |
2 | 2 | Gođinn A | 18,5 | 6 |
3 | 6 | KR A | 11,5 | 5 |
4 | 3 | TR B | 11 | 3 |
5 | 7 | SR A | 10 | 3 |
6 | 8 | TA | 9,5 | 3 |
7 | 5 | Hellir B | 8 | 2 |
8 | 4 | Haukar A | 8 | 2 |
3. deild
Nú var teflt annađ áriđ í röđ međ MP-kerfi í 3. deild. Ritstjóri spáđi ađeins fyrir topp átta og virđist hafa veriđ býsna sannspár. Ţegar spáin var gerđ var b-sveit Víkinga ekki í 2. deild en ţeir komust upp vegna forfalla. B-sveit Hauka virđist líka vera lítill eftirbátur a-sveitarinnar. Garđbćingar og Eyjamenn eru líklegust upp í 2. deild. Einkar gaman fannst mér ađ sjá Hauk Angantýsson aftur ađ tafli.
C-sveitir SA og Hellis eru neđstar. Akureyringar sakna sárlega Sveinbjörns Sigurđssonar sem gaf ekki kost á sér. Tómlegt ađ hafa ekki Sveinbjörn á stađnum. Treysti á ađ kallinn gefi kost á sér í síđari hlutann enda í góđu skákformi eftir NM öldunga.
Rk. | Spá | Team | TB1 | TB2 |
1 | 1 | TG A | 8 | 20 |
2 | 2 | TV B | 7 | 18 |
3 |
| Haukar B | 6 | 15,5 |
4 |
| Víkingar B | 5 | 15 |
5 | 7 | SA B | 5 | 14 |
6 | 5 | SSON | 5 | 14 |
7 | 3 | SFÍ A | 5 | 13 |
8 | 4 | TB C | 4 | 12 |
9 | 6 | Vinjar A | 4 | 10,5 |
10 | 8 | KR B | 4 | 9,5 |
11 |
| TG B | 3 | 9 |
12 |
| Sauđárkr. | 3 | 8,5 |
13 |
| TV C | 2 | 11 |
14 |
| SR B | 2 | 9,5 |
15 |
| Hellir C | 1 | 8,5 |
16 |
| SA C | 0 | 4 |
4. deild
21 liđ tekur ţátt í 4. liđ. Jafnmörg liđ og í fyrra. Semsagt metjöfnun. B-sveit SFÍ leiđir í keppninni en liđiđ er ađ uppistöđu sama og í fyrra, nema ađ Sigurđur Dađi hélt í Gođann. B-sveit Máta er í öđru sćti. Án efa "frćgasta" liđiđ sveit en ţarna mátti t.d. sjá Alţingismennina Halldór Blöndal og Illuga Gunnarsson.
Ritstjóri er óvenju getspakir varđandi fjórđu deildina. Ég spáđi ađeins fyrir um sjö efstu liđin og eru ţau öll međal átta efstu.
Spennandi barátta framundan í síđari hlutanum og engan veginn ljóst hvađa 3 liđ fara upp.
Búiđ er ađ gefa út röđun fyrir fimmtu umferđ međ fyrirvara. Endurrađađ verđur ef forföll verđa fyrir síđari hlutann.
Rk. | Spá | Team | TB1 | TB2 |
1 | 5 | SFí B | 8 | 18,5 |
2 | 4 | Mátar B | 7 | 16 |
3 | 7 | SSA | 6 | 17,5 |
4 | 3 | Gođinn B | 6 | 17 |
5 | 2 | Fjölnir B | 6 | 17 |
6 | 6 | Bridsfjelagiđ | 6 | 15 |
7 |
| UMSB | 6 | 13 |
8 | 1 | TR C | 5 | 15,5 |
9 |
| Víkingar-c | 4 | 13 |
10 |
| Mosfellsbćr | 4 | 12 |
11 |
| Sf. Vinjar B | 4 | 11,5 |
12 |
| SA D | 4 | 11 |
13 |
| Kórdrengirnir | 4 | 10,5 |
14 |
| TR F | 4 | 7,5 |
15 |
| TR D | 3 | 11,5 |
16 |
| Fjölnir C | 2 | 11 |
17 |
| Hellir - Ung | 2 | 8,5 |
18 |
| SSON B | 2 | 8 |
19 |
| TR E | 2 | 8 |
20 |
| Gođinn C | 2 | 8 |
21 |
| TG C | 1 | 6 |
Ađ lokum
Skákstjórar fá sérstakar ţakkir fyrir góđ vinnubrögđ í keppninni. Félögin flest í fyrstu deild útveguđu skákstjóra og skákstjórn ţví vel mönnuđ í ár. Myndirnar eru frá Helga Árnasyni, Einari S. Einarssyni og Halldóri Grétari Einarssyni. Fleiri myndar vćntanlega í myndasafniđ.
Skemmtilegum fyrri hluta er lokiđ. Síđari hlutinn er svo framundan í mars á Selfossi. Ţar verđur mikiđ húllumhć en Íslandsmótiđ í Fischer-random á Selfossi verđur í framhaldi af Íslandsmótinu. Og svo verđur Reykjavíkurskákmótiđ ţann 6.-13. mars.
Vér hlökkum til!
Allar upplýsingar um mótiđ má finna á heimasíđu mótsins.
Gunnar Björnsson
Höfundur er ritstjóri Skák.is og tefldi međ b-sveit Hellis um helgina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.