Fjör á Meistaramóti Hellis

Ingvar ÞórÓvænt úrslit urðu í þriðju umferð Meistaramóts Hellis sem fram fór í gærkvöldi.  Ingvar Þór Jóhannesson vann góðan sigur á stigahæsta keppandanum Braga Þorfinnssyni og virðist til alls líklegur á mótinu og Jóhann Ingvason sigraði Davíð Ólafsson í góðri skák.   

Snorri Bergsson vann Björn Þorfinnsson þar sem allt var upp í loft eins og svo oft hjá Birni.  Sigurbjörn Björnsson, skákmeistari Reykjavíkur, vann svo góðan sigur á Hrannari Baldurssyni og var þar riddari í aðalhlutverki svo það minnti helst á riddarameistarann Þröst Þórhallsson!

Ingvar, Snorri, Sigurbjörn og Jóhann eru efstir með fullt hús.  Ingvar Ásbjörnsson er fimmti með 2,5 vinning.   Í fjórðu umferð, sem fram fer á mánudag mætast Sigurbjörn og Snorri, Ingvar Þór og Jóhann og Bragi og Ingvar Ásbjörnsson. 

Sjálfur var ég ekki viðstaddur í gær enda var ég að fagna góðri afkomu Landsbankans ásamt Halldóri, Sigurjóni og Björgólfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband