Skákakademía Reykjavíkur

skákÍ Fréttablaðinu í gær var að finna frétt um Skákakademíu Reykjavíkur og ætli að leggja í þetta 3 mkr. og að safna eigi allt að 20 mkr. í pakkann.  Akademían á meðal annars að vera í samvinnu við skákfélögin í Reykjavík og ráða á verkefnisstjóra til 6 mánaða til að koma þessu af stað.  S

Í fundargerð borgarráðs segir:

"30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 5. þ.m. um stofnun Skákakademíu Reykjavíkur:
Lagt er til að borgarráð samþykki að sett verði á laggirnar sjálfseignarstofnun, Skákakademía Reykjavíkur, sem vinni að eflingu skáklistarinnar í borginni með það að markmiði að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Skákakademía Reykjavíkur annist stefnumótun og framkvæmd í samráði við Skáksamband Íslands, skákfélögin í Reykjavík, grunnskóla í borginni, félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki. Framlag Reykjavíkurborgar til undirbúnings og stofnunar Skákakademíu Reykjavíkur verði kr. 3.000.000 en leitað verði þátttöku annarra þannig að heildarstofnfé nemi um kr. 20.000.000. Kostnaði Reykjavíkurborgar verði mætt með framlagi af #GLStyrkjum á vegum borgarráðs 09301#GL. Þá samþykkir borgarráð að verkefnisstjóri verði ráðinn til 6 mánaða til þess að undirbúa stofnun Skákakademíu Reykjavíkur ásamt starfshópi skipuðum fulltrúum menntaráðs og ÍTR, fulltrúa frá Skáksambandi Íslands og einum stórmeistara. Borgarstjóra verði falið að ráða verkefnisstjóra, skipa starfshópinn og leita eftir stofnframlögum frá samtökum og fyrirtækjum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R07020021
Frestað."

Gott framtak hjá Villa, Binga og nýja meirihlutanum! Strax farið að ráðstafa hluta af 600 milljónum hans Björgólfs sem VG vildi ekki fá!  

Ég bíð spenntur eftir því að heyra meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem Þú ert ánægður með milljónirnar Gunni þá hlýtur þú að vita hvað átt er við með "skákhöfuðborg heimsins"

Það væri gott að þú svaraðir mér því hvað átt er við með "skákhöfuðborg heimsins"

Þegar ég veit það get ég tekið afstöðu í þessu máli.

Kveðja Eyjólfur Ármannsson

Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Gunnar Björnsson

Sæll Eyjólfur.

Ég bíð spenntur eftir að heyra meira um málið svo ég viti hvernig skákhöfuðborg heimsins muni líta út!

Kveðja,
Gunnar

Gunnar Björnsson, 11.2.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband