Rætist draumur Ingvars?

SigurbjörnFIDE-meistararnir og Hellisbúarnir Sigurbjörn Björnsson og Ingvar Þór Jóhannesson eru efstir, með fullt hús, að loknum fjórum umferðum.   Þeir mætast einmitt í fimmtu umferð, sem fram fer á morgun, og stjórnar Ingvar hvítu köllunum.     

Það er athyglisvert að Ingvar Þór skráði sig í mótið mjög seint, hafði ekki ætlað að vera með.  Hann sofnaði hins vegar eftir og dreymdi þá að hann ynni Sigurbjörn með hvítu og dreif sig á mótsstað til að freista gæfurnar og hefur gengið mjög vel!

Sigurbjörn hefur verið sjóðheitur og greinilegt að sigur hans á Skákþingi Reykjavíkur var engin tilviljun en Sigurbjörn tók Snorra G. Bergsson vann Snorra Bergsson nokkuð örugglega í mjög vel tefldri skák í 4. umferð.  Running Riot!

Margir keppendur eru í 3-.9. og þar geta hæglega bæði Davíð Ólafsson og Björn Þorfinnsson blandað sér í baráttuna um meistaratitil Hellis 2007.

Mikið var óvænt úrslit í 4. umferðinni.  Ingvar Ásbjörnsson gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson, Helgi Brynjarsson, sem hefur verið á mikilli siglingu síðustu mánuði, og er nú í 3.-9. sæti vann Hrannar Baldursson og Gísli Hólmar Jóhannesson vann Hjörvar Stein Grétarsson.

Hjörvar er að upplifa það sem allir ungir og efnilegir skákmenn hafa gengið í gegnum, þ.e  eiga að sinn slæma kafla.  Þetta er vonandi síðasta slæma mótið í bili hjá Hjörvari.Ingvar Þór

Fimmta umferð, fer fram í á morgun.  Þá mun línur væntanlega enn skýrastog e.t.v. verða enn fleiri óvænt úrslit!

Áhorfendur velkomnir!  Boðið upp á kaffi og kók í boði Hellis! 

Skákir og úrslit má nálgast á Skák.is og heimasíðu Hellis.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband