Sigurbjörn með fullt hús á Meistaramóti Hellis

SigurbjörnHellisbúinn, Sigurbjörn Björnsson, hélt áfram sigurgöngu sinni á Meistaramóti Hellis er hann lagði félaga sinn úr Helli, Ingvar Þór Jóhannesson í fimmtu umferð, sem fram fór í kvöld.   Sigurbjörn hefur verið í miklu stöði en eins og kunnugt sigraði hann á Skákþingi Reykjavíkur í janúar.  Í 2.-5. sæti eru Ingvar Þór, Snorri Bergsson, Davíð Ólafsson og hinn ungi og efnilegi skákmaður Helgi Brynjarsson, sem teflir ef geysimiklu öryggi þessa dagana.   

Draumfærir Ingvars rættust því ekki en hann dreymdi fyrir mótið að hann ynni Sigurbjörn.  Í draumnum lék Ingvar reyndar 1. e4 en lék svo 1. d4 í skákinni sjálfri.  Kannski hefði verið betra að fylgja draumnum út í ystu æsar!

Snorri tefldi mjög góða skák þar sem hann fórnaði drottningunni gegn Jóhanni Ingvasyni.   Davíð þurfti töluvert að hafa fyrir sigrinum á Þóri Benediktssyni.  Helgi Brynjarsson sigraði annan ungan og efnilegan Dag Andra Friðgeirsson. 

Einni skák var frestað eða skák Björns Þorfinnssonar og Ingvar Ásbjörnssonar vegna veikinda þess síðarnefnda.  Skákin verður tefld á morgun og að henni lokinni verður birt pörun 6. umferðar.

Annars uppgötvaðist það í dag að afi þeirra Þorfinnsbræðra var samstúdent afa mínum úr MR árið 1918 svo heimurinn er enn að smækka! 

Skákir og úrslit má finna á Skák.is og heimasíðu Hellis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var langaafi þeirr bræðra sem var samstúdent afa þíns. Heiðarlegur kommúnisti. Afi þeirra heitir Bragi Jónsson.

Þorfinnur Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Já en Pandan tefldi Skandinavann í draumnum þannig að ég ákvað að halda mig bara við mitt enda tel ég að Pandan myndi frekar hlaupa nakin um Kringluna heldur en að tefla Skandinavann!

Ingvar Þór Jóhannesson, 15.2.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband