Stefnir í spennandi síđari hluta

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram 10.-13. október í Rimaskóla. Teflt var eftir breyttu fyrirkomulagi í ár sem segja má ađ hafi gengiđ afar vel. Taflfélag Vestmannaeyja er efst eftir fyrri hlutann en Skákfélagiđ GM Hellir og Víkingaklúbburinn eru skammt undan. Víkingaklúbburinn stendur líklega best ađ vígi ţrátt fyrir ađ vera í ţriđja sćti. Ţessir ţrír klúbbar berjast um Íslandsmeistaratitilinn en síđari hlutinn fer fram 27. febrúar - 1. mars 2014.

Kćrumál hafa sett svip sinn á keppnina eins og síđustu ár en bćđi TR og TG kćrđu liđ GM Hellis og SFÍ á ţeim forsendum ađ liđsmenn ţeirra vćru allir ólöglegir í ljósi sameiningar félaganna. Mótstjórn vísađi kćrum félaganna frá. Bćđi félögin hafa áfrýjađ ţeirri niđurstöđu til Dómstóls SÍ sem hefur máliđ nú til umfjöllunar.

Sest var ađ borđum ađ ţessu sinni á fimmtudagskvöld og ţá ađeins í fyrstu deild. Fjölgađ hafđi veriđ í 10 liđ í fyrstu deild. Hugsunin viđ ţá breytingu var ađ gera mótiđ áfangahćft fyrir íslensku titilhafana sem hafa löngum kvartađ yfir fáum tćkifćrum. Hinar deildirnar hófust á hefđbundnum föstudagstíma.

Fyrsta deildin

Eyjamenn hljóta ađ vera ánćgđir međ efsta sćtiđ. Ţeir eiga hins vegar eftir erfiđustu andstćđingana af toppliđunum, ţ.e. bćđi GM Helli og TR. Víkingaklúbburinn á hins vegar eftir léttasta prógrammiđ. Af toppklúbbunum eiga ţeir ađeins eftir ađ mćta Bolvíkingum. Eyjamenn hafa geysi jafnt og ţétt liđ og stórmeistararnir Helgi og Henrik fengu 4 vinninga í 5 skákum.

Hiđ nýsameinađa félag, Skákfélagiđ GM Hellir, er í öđru sćti hálfum vinningi á eftir Eyjapeyjum. Ţar var Einar Hjalti Jensson í miklum ham og hlaut 4˝ vinning. Traust frammistađa hjá nýja/sameinađa félaginu sem vann allar sínar viđureignir nema gegn Víkingum.

Víkingaklúbburinn er í ţriđja sćti. Klúbburinn keyrđi ađeins á átta skákmönnum rétt eins og Akureyringar. Stefán Kristjánsson var í miklu stuđi í keppninni eins og svo oft áđur og hlaut 4˝ vinning.

Taflfélag Reykjavíkur er í fjórđa sćti. Ţar vantađi marga af ţeirra sterkustu mönnum eins og stórmeistarana Friđrik og Margeir en alţjóđlegi meistarinn Arnar Gunnarsson mćtti í eina umferđ.

Bolvíkingar eru í fimmta sćti. Ţađ vakti athygli ađ ţeir mćttu án erlendra skákmanna. Fimmta sćtiđ hlýtur ađ teljast slakt hjá fjórföldum Íslandsmeisturum sem koma án efa mun sterkari til leiks í síđari hlutanum.

Skákfélag Akureyrar og Skákdeild Fjölnis sem eru í 6. og 7. sćti hafa náđ eftirtektarverđum árangri og stađiđ sig best allra liđa miđađ viđ skákstig.  Fjölnismenn hafa mjög sterkan kjarna ungra skákmanna sem eru á mikilli uppleiđ.

B-sveit GM Hellis er í áttunda sćti og gćti mögulega blandađ sér í botnbaráttuna.

Vinaskákfélagiđ er svo í níunda sćti. Ţeir unnu merkilegan sigur á b-sveit TR 5-3 en ţeir voru ţá stigalćgri á sjö borđum af átta! Vinaskákfélagiđ sýndi mikiđ hugrekki og fórnfýsi ţegar ţeir tóku sćti í deildinni. Sćti sem ein sjö félög höfđu hafnađ og bros ţeirra og ánćgja viđ skákborđiđ smitađi út frá sér.

B-sveit TR rekur lestina. Liđsmenn ţar náđu sér engan veginn á strik og hörđ fallbarátta blasir viđ.

Skákstig

Ritstjóri tók saman tölfrćđi hvernig liđin stóđu sig í samanburđi viđ eigin skákstig. Ţađ kemur sjálfsagt engum á óvart ađ ţar eru Fjölnismenn efstir međ 60 stig. Akureyringar eru einnig međ mjög góđan árangur eđa 50 stig en ţessi tvö liđ hafa nánast tryggt veru sína í efstu deild. GM Hellir er í ţriđja sćti međ 35 stig. TV er svo rétt í plús (+4).

Hin sex liđin tapa stigum. Ţar er b-sveit TR í nokkrum sérflokki (-93). B-sveit GM Hellis er nćst (-26),  TR-a  ţriđju (-21) og Víkingar fjórđu (-17). Bolar og Vinir tapa lítilsháttar af stigum (-6 og -3).

Ţađ er alltaf gaman ađ skođa hverjir standa sig best. Sex skákmenn hafa 4˝ vinning og ţar á međal tveir íslenskir ţeir Stefán Kristjánsson og Einar Hjalti Jensson.

Sé stigaárangur skođađur er Gawain Jones efstur međ árangur upp á 2796 skákstig. Nils Grandelius (2728) og Thorbjörn Bromann (2712) eru nćstir. Stefán Kristjánsson (2585), Einar Hjalti Jensson (2559) og Helgi Ólafsson (2545) eru efstir Íslendinganna.

Séu stigabreytingar skođađar eru Mikael Jóhann Karlsson og Jón Trausti Harđarson (25) efstir. Í nćstum sćtum eru Dagur Ragnarsson (24), Bromann, Oliver Aron Jóhannesson og Einar Hjalti (20)

Stađan

Rk.

Spáin

Team

TB1

TB2

1

3

Taflfélag Vestmannaeyja a-sveit

28,5

9

2

4

GM Hellir - a-sveit

28

8

3

1

Víkingaklúbburinn a-sveit

27

9

4

5

Taflfélag Reykjavíkur a-sveit

24,5

4

5

2

Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit

24

6

6

6

Skákfélag Akureyrar a-sveit

23,5

8

7

9

Skákdeild Fjölnis a-sveit

19,5

4

8

7

GM Hellir - b-sveit

11,5

0

9

10

Vinaskákfélagiđ

7

2

10

8

Taflfélag Reykjavíkur b-sveit

6,5

0


Ţađ er ljóst ađ ritstjóri hefur ofmetiđ Bolvíkinga en hefur reyndar fulla trú á ţví ađ ţeir komi sterkari inn í síđari hlutanum og taki jafnvel bronsiđ.

Ritstjóri greinilega vanmat Fjölni - og ţađ ekki í fyrsta skipti. „Ungu ljónin" eru greinilega ekkert á leiđinni aftur í 2. deild. Ţađ er ánćgjuefni ađ „ljónin" hafi fengiđ tćkifćri á ađ tefla í efstu deild. Tćkifćri sem gafst međ fjölgun liđa.

Ţađ stefnir flest í ađ b-sveit TR og Vinaskákfélagiđ falli en mögulega gćti b-sveit GM Hellis tekiđ ţátt í ţeirri baráttu.

2. deild

Taflfélag Garđabćjar er í efsta sćti - nokkuđ óvćnt. Reyndar er margt mjög óvćnt í deildinni. Ţess má geta ađ TG lenti í sjöunda sćti í fyrra - sem ađ öllu forfallalausu hefđi ţýtt fall - nema vegna fjölgunar sveita í efstu deild hékk TG upp í 2. deild. Nú virđast Garđbćingar á leiđinni í efstu deild! Reyknesingar eru í öđru sćti og b-sveit Víkinganna í ţriđja sćti.

B-sveit TV og c-sveit GM Hellis eru í fallsćti. Ritstjóri spáđi c-sveit GM Hellis mun betra sćti - reyndar verđlaunasćti - en ţađ virđist vera fjarlćgur draumur. Ritstjóri reyndar spáir ţví ađ sveitin lyfti sér upp úr fallsćti. Annars getur eiginlega allt gerst í ţessari deild. Seinni hlutinn verđur án efa mjög spennandi.

Látum Guđmund Dađason, formann TB, eiga lokaorđin um 2. deild (Heimasíđa TB).

Ég fullyrđi ađ 2. deildin er sú lang skemmtilegasta í deildakeppninni. Af 8 liđum falla tvö, tvö fara upp en helmingur er kyrr í deildinni. Liđin eru mjög jöfn og allir geta unniđ alla. Og ţađ er ţannig ađ allir vinna alla.

 

Rk.

Spáin

Team

TB1

TB2

1

7

Taflfélag Garđabćjar a-sveit

16

8

2

4

Skákfélag Reykjanesbćjar a-sveit

15,5

6

3

2

Víkingaklúbburinn b-sveit

14

5

4

6

Skákdeild Hauka a-sveit

12,5

4

5

5

Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit

12

4

6

3

Skákfélag  Íslands a-sveit

10,5

2

7

8

Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit

8,5

2

8

2

GM-Hellir c-sveit

7

1

 

3. deild

KR-ingar eru efstir í ţriđju deild og kemur ţađ lítt á óvart enda međ dúndursterkt liđ. B-sveit Skákfélags Akureyrar er í öđru sćti og ćtti ţađ heldur ekki ađ koma óvart enda međ Akureyrarmeistarann, Harald  Haraldsson á efsta borđi. Skákfélag Selfoss og nágrennis og b-sveit SFÍ eru skammt undan.

Ritstjóri, sem spáđi ađeins fyrir topp sjö, var nokkuđ út úr kú međ spá sína eins og svo oft áđur og hefur t.d. algjörlega yfirsést styrkleiki Akureyringa.

Rk.

Spáin

Team

TB1

TB2

1

3

Skákdeild KR  a-sveit

7

15

2

 

Skákfélag Akureyrar b-sveit

6

16,5

3

6

Skákfélag Selfoss og nágrennis a-sveit

6

16

4

 

Skákfélag Íslands b-sveit

6

14,5

5

 

Ungmennasamband Borgarfjarđar

5

13

6

5

Taflfélag Reykjavíkur c-sveit

5

12,5

7

1

Briddsfjelagiđ a-sveit

5

11,5

8

4

GM-Hellir d-sveit

4

12

9

 

GM-Hellir f-sveit

4

12

10

2

Víkingaklúbburinn-c

3

9

11

 

GM-Hellir e-sveit

2

11,5

12

7

Skáksamband Austurlands

2

10,5

13

 

Skákfélag Sauđárkróks a-sveit

1

6,5

14

 

Skákdeild KR b-sveit

0

7,5


4. deild

Sextán liđ tóku ţátt í fjórđu deild.

B-sveit Reyknesinga leiđir en í nćstum sćtum eru d- og c-sveitir SA sem og a-unglingasveit TR.

Stefnir í spennandi baráttu í síđari hlutanum.

Ađ lokum

Breytingar á keppninni nú virđast hafa tekist vonum framar. Fjölgun liđa hefur lífgađ upp á keppnina og nú er mótiđ skyndilega orđiđ áfangahćft. Mér fannst gaman ađ sjá alla ţessa innlendu keppendur í fyrstu deild og spennan er mikil í öllum deildum.

Framkvćmd mótsins var til mikillar fyrirmyndar. Ásdís Bragadóttir, framkvćmdastjóri SÍ, Omar Salama, skákstjóri og Helgi Árnason, skólastjóri, eiga ţar stćrstan ţátt sem og innsláttafólkiđ Donika Kolica og Steinţór Baldursson sem slógu úrslitin jafnóđum inn í Chess-Results sem féll í afar góđan jarđveg međal keppenda. Sýndu frábćra snerpu.

Ađstćđur í Rimaskóla eru til fyrirmyndar. 

Lokaorđin á Björn Ţorfinnsson (Skákhorniđ)

Ţađ er ţekkt vandamál, ekki bara í skákinni heldur allstađar, ađ menn eru sparir á hrósiđ ţegar vel er stađiđ ađ hlutunum en eru fljótir upp á afturlappirnar ţegar eitthvađ misferst. Ég er sjálfur ekki saklaus af ţessu en núna langar mig til ţess ađ bćta fyrir ţađ.

Ég var í raun bara ađ átta mig á ţví núna, rúmum ţremur dögum eftir fyrra hluta Íslandsmótsins, ađ afstađin keppni er sennilega sú besta sem ég hef tekiđ ţátt í síđan ţátttaka mín hófst fyrir rúmum tveimur áratugum (!). 

Gunnar Björnsson,
liđsmađur b- og c-sveita GM Hellis


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband