20.3.2007 | 23:46
Vændi og bjór
Ég hef verið nokkuð hlessa á því síðustu daga að menn skuli hafa hótað málþófi vegna frumvarps þess að leyft væri að selja bjór og léttvín í verslunum. Á sama tíma finnst þingmönnum ekkert tiltökumál að lögleiða vændi.
Á hvaða plánetu eru þingmenn þessa lands?
Einnig veltir maður fyrir sér ef þingmenn VG telja stóra bjór- og léttvínsmálið það stórt að rétt sé að hóta málþófi, hvernig munu þeir haga sér í ríkisstjórnarsamstarfi?
Held barasta að það sé best að komast ekki að því!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gunnar, ég missi svo oft úr, en upplýstu mig endilega hverjir það eru. þú segir ::: Á sama tíma finnst þingmönnum ekkert tiltökumál að lögleiða vændi.
Tilv. lokiðð
Hvaða þyngmenn eru þetta?
Sigfús Sigurþórsson., 20.3.2007 kl. 23:55
Kæri vinur. Málið er að meðlimir þessarar ríkisstjórnar eru að lauma frumvörpum að svona á síðustu sentimetrunum og ætlast til að ná sínu fram. Bendi á auðlindafrumvarpið svakafína og svo að skella fram þessu bjórmáli til að geta montað sig af einhverju í sumar. Stjórnarandstaðan var bara ekkert tilbúin að samþykkja þetta sísvona þó áþekk frumvörp hafi komið áður fram. Menn verða að gefa fólki séns á að ræða um hlutina, svona þegar verið er að semja ný lög fyrir landsmenn. það er hlutverk stjórnarandstöðu að stoppa illa ígrunduð frumvörp og fá fólk til að komast að skynsamlegum niðurstöðum. Það er ekki eins og VG sé á móti öllu og með forræðishyggju eins og hægri menn tönnlast á, þeir eru að sinna sínu starfi bara ansi vel. Vonandi komast dúddar og dúddur sem eru nú í ríkisstjórn að því strax um miðjan mai hvernig það er að vera i andstöðu og sjáum þá hverjir verða á móti öllu.
Eitt veit ég þó. Vinstri flokkarnir væla ekki um það daglega að hinir séu á móti framförum í hvert sinn ef einhver vogar sér að vilja skoða málið betur.
arnar valgeirsson, 21.3.2007 kl. 23:24
Var sem sagt allt í lagi að samþykkja vændi af því að það frumvarp var svo vel ígrundað?
Ég ætla allavega ekki að taka sénsinn á því að stuðla að því að þetta fólk komist til valda.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 23.3.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.