29.3.2007 | 18:48
Misjafna meðferð fá þau systkinin í Morgunblaðinu
Í dag var farið hörðum orðum í leiðara Morgunblaðsins um grein Helga Áss Grétarsson, sem birtist í laugardagsblaðinu, þar sem hann er sakaður um "orðhengilshátt", "furðulegan málflutning" og talað um að "hinir vitrari ættu að hafa vit fyrir þeim sem nú eru að ana út í ófæru". Óvenju harðort að hálfu Moggans og reyndar nokkuð sérstakt í ljósi þess að Helgi, hefur skrifað um skák um langt árabil í blaðið.
Þann 2. desember hældi Morgunblaðið Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, sérstaklega fyrir fyrir grein í blaðinu um innflytjendur og hún talin ein besta grein sem skrifuð hefur verið um þau málefni.
Heldur fá þau systkinin misjafnar undirtektir í Hádegismóum fyrir skrif sín!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, vinstri konan fær góða umfjöllun, hægri maðurinn rakkaður niður. Er það ekki vísbending um hvert Mogginn hefur verið að stefna?
Snorri Bergz, 29.3.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.