Enn lækkar VG um hálft prósent á dag!

SteingrímurÍ síðustu viku birti ég blogg sem heitir VG lækkar um hálft prósent á dag.  Enn heldur sama þróun áfram og aðra vikuna í röðuna lækkar fylgi flokksins um hálft prósent á dag og hefur nú lækkað um 7% á tveimur vikum.

Þrátt fyrir það geta VG-ingar vel við unað að hafa 21% en í síðustu kosningum var fylgið 9% en þróunin hlýtur að vera ákhyggjuefni fyrir Steingrím Joð og félaga.

Spá mín um lokaúrslitin frá í síðustu viku stendur óbreytt:

  • A:   2%
  • B: 13%
  • D: 35%
  • F:   4%
  • Í:    6%
  • S: 25%
  • V: 15%

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Samfylkingin á að ná 25% þarf hún að fara að spýta í lófana. Ef miðað er við aðdraganda síðustu kosninga er líklegra að flokkurinn tapi fylgi fram að kosningum nú en að hann bæti við sig.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.4.2007 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Gunnar! Já, við sjáum nú greinilega að Frjálslyndir toppuðu of snemma og VG virðast hafa fallið í sömu gryfju.

Ég er sammála þér að Það er of snemmt að afskrifa Samfylkinguna og Framsókn og held ég að þeir flokkar eigi eftir að rétta eitthvað úr kútnum, þ.e.a.s. bæta við 2-3% hvor um sig. Það munu einhverjir kratar skila sér frá VG og reyndar má búast við því að einhverjir komi einnig til baka frá Íslandsflokknum og jafnvel Sjálfstæðisflokki. Sömu sögu er að segja um Framsókn.

Íslandshreyfingin gerir lítið annað í þessum kosningum en að taka 2-3% af VG og hugsanlega 1% af Sjálfstæðisflokknum. Aldraðir og öryrkjar taka 1-2% af öllum og þó sérstaklega af frjálslyndum og Samfylkingu.

Þeir sem hafa snéru bakinu við Sjálfstæðisflokknum, t.d. vegna fjölmiðlamálsins og öðru klúðri á árunum 2002-2004, eru nú að skila sér aftur til baka, þótt enn séu eftir 1-2% hjá frjálslyndum og hugsanlega 1% hjá Íslandsflokknum og annað eins hjá öldruðum. Þessar prósentur, sem geta tryggt Sjálfstæðisflokknum allt af 40% eru ótryggar prósentur og skila sér einungis við kjöraðstæður og þær eru ekki núna.

Möguleg stjórn? Miðað við könnunina í morgun, sem mælir að mínu viti Sjálfstæðisflokkinn aðeins og sterkan og Framsókn aðeins of veika, þá kæmi mér ekki á óvart að stjórn héldi velli. Annars segi ég Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.

Mín úrslit:

  • A:   1%
  • B: 11%
  • D: 37%
  • F:   4%
  • Í:    4%
  • S: 21%
  • V: 22%

Kveðja, Guðbjörn

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.4.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband