Barist á Kaupþingsmóti

Róbert Harðarson og Guðmundur KjartanssonÍ gær fór fram þriðja umferð Kaupþingsmóts Hellis og TR.  Fljótt sömdu þeir um skiptan hlut ofurbloggarinn Snorri G. Bergsson og Sigurður Daði Sigfússon, sigurvegari KB banka mótsins í fyrra (en mótið hefur skipt um nafn eins og bankinn!) en í öðrum skákum var berist lengur.  Baltarnir tveir Miezis og Kveynis leiða í stórmeistaraflokki en Englendingurinn Bellin í meistaraflokki.

Reyndar virðist stórmeistaraflokkurinn ætlast að þróast sérkennilega.  Tveir keppendur með fullt hús en svo er helmingur keppenda í 3.-7. sæti með 1,5 vinning!  Ólíklegt er að stórmeistaraáfangi náist úr þessu en til þess þarf 7 vinninga og því 4,5 vinning í síðustu fimm skákunum.

Róbert og Guðmundur hafa þó möguleika á áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en til þess þarf 5 vinninga.  

Ingvar Þór JóhannessonÍ meistaraflokki vann Bellin Heimi Ásgeirsson en öðrum skákum lauk með jafntefli.   Ingvar Þór Jóhannesson er annar með 2,5 vinning og hefur teflt geysivel, sigraði m.a. skoska stórmeistarann Colin McNab í annarri umferð.  Sigurður Daði og Snorri hafa 2 vinninga.  Í meistaraflokki þarf 6,5 vinning til að ná áfanga og því hafa þremenningarnir allir enn möguleika gangi þeim vel í lokaátökunum.

Nokkrar skemmtileg atvik hafa gerst.  Einn keppandi fann ekki "happapennann" í fyrstu umferð, sem merktur var Kaupþingi (eða KB banka).  Í ljós kom að penninn var kominn í hendur bankastjórans, sem tók hann til að skrifa undir samninginn við Hjörvar!  Bankastjórinn skilaði pennanum og keppandinn tók gleði sína á ný!

Svo verð ég birta samtal milli tveggja skoskra skákmanna sem átti sér stað eftir fyrstu umferð.  McNab var þá nýbúinn að gera jafntefli við Hjörvar Stein, þar hann hafði tapað tafl um tíma, en Shaw tapaði fyrir honum í fyrra.  

Samtalið var talað með ekta skoskum hreim eins og maður heyrir í Taggart-þáttunum:

Shaw: "How did you do?"
McNab: "I  drew"
Shaw: "Bloody hell, fantastic job"

Eftir fyrstu umferð talaði ég nokkuð við Bellin.  Hann furðaði sig á því hversu illa hefur gengið fyrir Íslendinga að eignast tíunda stórmeistarann (þá undanskiljum við þá sem urðu stórmeistarar áður en þeir gerðu íslenskir ríkisborgarar!)

Bellin taldi að íslensk skákhreyfing ætti að tengja betur gömlu meistaranna við þá ungu.  Athygliverð hugmynd.  Væri gömlu meistarnir tilbúnir að hitta þá yngri nokkrum sinnum á ári og ausa úr viskubrunnum sínum?  Það hefðu allir gott að því, bæði þeir og yngri meistarnir, sem hafa fengið fá tækifæri til að hitta hina eldri nema þá helst á einsdagshraðskákmótum.

Jæja, fjórða umferð hefst kl. 10 í skákhöllinni Faxafeni.  Þá mætast í stórmeistaraflokki m.a. Guðmundur-Kveynis og Miezis-Stefán.  Við vonum að íslensku meistarnir nái að leggja stein í götu Baltanna svo þeir stingi ekki allt of mikið af!

Í  meistaraflokki mætast m.a. Sigurður Daði-Bellin og Sigurbjörn-Ingvar Þór.

Hvet skákáhugamenn til að fjölmenna á skákstað.  Ekkert annað þarfara að gera á svo "löngum" degi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband