6.4.2007 | 15:25
Ingvar Þór með 3,5 vinning að 4 mögulegum á Kaupþingsmótinu
Ingvar Þór Jóhannesson sigraði Sigurbjörn Björnsson í fjórðu umferð meistaraflokks Kaupþingsmótsins. Ingvar virðist vera í fínu formi og hefur nú 3,5 vinning sem venjulega myndi þýða að hann væri efstur en svo er ekki nú því enski skákmaðurinn Robert Bellin leiðir með fullu húsi eftir sigur á sigurvegara síðasta árs, Sigurðar Daða Sigfússonar, en Daði missti af jafnteflileið í endataflinu.
Ofurbloggarinn Snorri G. Bergsson er svo þriðji, með 2,5 vinning, en skoski stórmeistarinn Colin McNab slapp úr greipum Snorra og náði jafntefli.
Loks var stöðvuð sigurganga baltensku stórmeistarann Kveynis og Miezis í stórmeistaraflokki en Guðmundur Kjartansson og Stefán Kristjánsson gerðu við þá jafntefli. Þeir leiða engu að síður með 3,5 vinning en Svíinn, Emil Hermansson, er þriðji með 2,5 vinning. Guðmundur og Bragi Þorfinnsson hafa 2 vinninga.
Fimmta umferð, hefst kl. 17 í skáköllinni Faxafeni 12. Ég hvet skákáhugamenn að fjölmenna á mótsstað!
Í henni mætast í stórmeistaraflokki m.a. Shaw-Miezis, Kveinys-Hermansson og Stefán og Jón Viktor.
Í meistaraflokki mætast m.a. Bellin-Snorri, Ingvar-Heimir og Hörvar-Sigurður Daði.
Nánari upplýsingar má nálgast á Skák.is og heimasíðu mótsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.