Gott gengi á Kaupþingi

Björn Þorfinnsson og Guðmundur KjartanssonFrammistaða tveggja íslenskra skákmanna hefur vakið athygli á Kaupþingsmótinu, sem fram fer um páska.  Guðmundur Kjartansson er í 3.-4. sæti í stórmeistaraflokki og Ingvar Þór Jóhannesson er í 1.-2. sæti í meistaraflokki.  Báðir hafa þeir prýðismöguleika á að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Gummi hefur 3 vinninga í 5 skákum en í stórmeistaraflokki þarf 5 vinninga til að ná áfanga.  Ingvar hefur 4,5 vinning en í meistaraflokki þarf 6,5 vinning.  Þeir þurfa því 2 vinninga í lokaumferðunum fjórum.  Hvorugur hefur tapað skák. Ekkert er þó gefið í þeim efnum en vonandi að þeir haldi áfram sínu striki. 

Hjörvar Steinn og Siguður DaðiHinn 13 ára, Hjörvar Steinn Grétarsson, hefur ekkert gefið þeim eldri eftir og hefur 2 vinninga þrátt fyrir að vera stigalægstur keppenda og hefur teflt vel.  Gerði í kvöld jafntefli við sigurvegarann frá í fyrra, Sigurð Daða Sigfússon.

Skotunum hefur ekki gengið vel.  Shaw tapaði í dag og hefur enn ekki unnið skák, hafði gert jafntefli í öllum skákunum til þessa.  McNab vann loks og er kominn með helmingsvinningshlutfall í meistaraflokki.

Sjöta umferð fer fram á morgun, laugardag, kl. 17.   Ég vil hvetja skákáhugamenn til að fjölmenna á skákstað.  Boðið er upp á kaffi og með því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Hvet Lagerman til dáða. Annars kíkir maður við við tækifæri og ég óska þér og ykkur til hamingju með mótið.

arnar valgeirsson, 7.4.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband