Hið sanna eðli Framsóknar

Ég hef haldið að Framsóknarflokkurinn væri að rétta úr kútnum, enda ekki að furða, þar sem fram hefur komið í auglýsingum að formaðurinn kunni að synda en svo hafa komið tvö klúðursleg mál, fyrst skrýtin ráðning Páls Magnússonar, eins erfðaprins Flokksins, í stöðu stjórnarformanns Landsvirkjunnar, og svo málið með tengdadóttur Jónínu, sem virðist hafa fengið ríkisborgararétt á öðrum forsendum en aðrir ef marka má umfjöllun Kastljósins.  

Og þá rifjast upp fyrir manni meðferð sem tveir erlendir ríkisborgarar fengu hjá dómsmálaráðherra árið 2005 þegar þeir voru sendir úr landi, þrátt fyrir að vera giftir íslenskum konum á þeim forsendum að þeir væru ekki orðnir 24 ára!  Þeir hafa greinilega ekki verið í Framsóknarflokknum!

Nú hefur hið sanna eðli Framsóknar komið í ljós.  Munu sundtök formannsins duga til að bjarga ímyndarhnekkinum sem Flokkurinn hefur orðið fyrir síðustu daga?

 

 


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband