Geir vill fá glötuðu sauðina heim!

Geir HaardeÞessi niðurstaða virðist staðfesta að einhverju leyti það að meðbyr sé með Framsóknarflokknum þrátt fyrir að könnun gærdagsins hafi örugglega ofmetið fylgið umtalsvert.  Ummæli Geirsí þættinum í gær, þar sem hann hvatti sína menn til að kjósa Sjálfstæðisflokksins, í stað þess að velja flokk til að starfa með Sjálfstæðisflokknum, er mótleikur við útspili Valgerðar og félaga um að Framsóknarflokkurinn færi ekki í ríkisstjórn með lítið fylgi en sagan segir að ýmsir Sjálfstæðismenn hafi kosið að styðja Framsóknarflokkinn fyrir fjórum árum síðan til að bjarga Framsókn frá afhroði.  Það verður fróðlegt að vita hvort ákall Geirs dugi en hann vill greinilega fá allt sitt fylgi í hús (Valhöll) Sjálfstæðisflokksins en ekki í fjárhús Framsóknar!
 
Annars er fylgi Sjálfstæðisflokksins slakt samkvæmt þessari könnun og er farinn að nálgast kjörfylgið 2003 sem var það þriðja lélegasta í sögunni og þekkt er að Sjálfstæðismenn fá alltaf minna úr kössunum en könnunum.  Framsóknarflokkurinn gæti fengið sitt lélegasta fylgi í sögunni en lægsta fylgi flokksins var árið 1919 þegar flokkurinn fékk 13,3% en þá var flokkurinn rétt að slíta barnsskónum.  Næst lélegasta útkoman var 1956 (15,6%) sem er ekki marktækt fylgi því þá starfaði "hræðslubandalag" Framsóknar og Alþýðuflokksins.  Flokkurinn fékk 16,9% fylgi árið 1978 sem er í raun það slakasta.  
 
Sókn Samfylkingar er staðfest þrátt fyrir minna fylgi en í könnun Stöðvar 2 og VG virðist vera að rétta úr kútnum.   

Morgundagurinn gæti verið spennandi.  Þá koma víst 3 kannanir, frá Blaðinu (þar sem mitt svar er með!), Fréttablaðinu og Capasent. Við bíðum spennt en spáin mín stendur ennþá óbreytt:
  • B 12% - 8 þingmenn
  • D 36% - 23 þingmenn
  • F   6% - 4 þingmenn
  • I    3% - 0 þingmenn
  • S 29% - 19 þingmenn
  • V 14% - 9 þingmenn

mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband