Enn hækkar Samfylkingin

Samfylkingin er nú kominn upp fyrir 30% í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar er nú kominn upp fyrir 30% múrinn.  Verði þetta raunin hlýtur þetta að teljast ein besta endurkomu í kosningabaráttu síðustu áratuga.  Mogginn er kominn í enn meiri ham og hefur sérstaka fyrirsögn um möguleika á vinstri stjórn.  Nú man ég af hverju ég hætti sem áskrifandi Moggans á sínum tíma, ég þoldi ekki þá "forsjárhyggju" sem Mogginn beitir síðustu dögum og vikum fyrir kosningar.   

Athyglisvert er að Framsóknarflokkurinn hefur "aðeins" um 10% og er nú þessi engu að síður gerð á svipuðum tíma og könnun Capasents sem mældi flokkinn um 15%.   

Að lokum skora ég á Sjálfstæðisflokkinn að hafa ekki njósnara í kjördeild eins og hann hefur gert einn flokka síðustu kosningar.  Hreint ótrúlega pirrandi.   


 

 


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ég get sosum skilið að einhverjir....gleðjist yfir þessu en á bágt með að trúa könnunum núna því þær eru svo asskolli misvísandi. Að samfó sé yfir 30% á ég bágt með að trúa og líka því að VG sé með um 14-15%. Sjallarnir eru nálgast raunfylgi og Framsókn fær örugglega ein 13-14% því það er venjan. Spái að Samfó verði með 23%, Framsókn 14% Sjallarnir 34%, VG 20%, Frjálslyndir 7% og ómar og co svona 2. Sjáum bara til en það verður vesen að mynda nýja stjórn. Vona bara að hún falli flatt þessi sem er.

arnar valgeirsson, 10.5.2007 kl. 22:41

2 identicon

Sagðir upp mogganum?! Er ekki betra að vita hvað óvinurinn er að bralla.

90% af þjóðinni eru jú jafnaðarmenn (7,5% rauðir og 2,5% Frjálshyggja). Það að hafa 30% miðað við þá staðreynd er nú ekkert til að hoppa að kæti yfir, en rísið þó :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband