11.5.2007 | 22:18
S-flokkarnir sterkir - Misjöfn frammistaða í Sjónvarpi
Ný könnun Gallups staðfestir slaka útkomu Framsóknar og stefnir nú í slökustu frammistöðu flokksins í 90 ára sögu hans. Ég er hræddur um að guðfaðir og stofnandi flokksins, Jónas frá Hriflu, myndi snúa sér við gröfinni, sæi hann flokk sinn, sem fékk 36% fylgi undir leiðsögn hans fyrir um 75 árum síðan. Kannanir Félagsvísindastofnunar og Gallups eru fremar áþekkar að því undanskyldu að það munar nokkru á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Ætli niðurstaða liggi ekki einhvers þarna á milli. Leiðtogafundurinn á RÚV var fremur litlaus a.m.k. í samanburði við nýlegan fund á Stöð 2. Allir stóðu þeir vel formennirnir nema tveir.
Geir var öruggur að vanda, Ingibjörg var sömuleiðis góð, Steingrímur var minna geðvondur nú en á Stöð 2 um á daginn og Guðjón var traustur og öruggur. Einhvern er það þannig að mér lýst miklu betur á Frjálslynda flokkinn þegar Guðjón talar en þegar einhverjir skósveinar hans tala.
Ómar og Jón stóðu hinum fjórum langt að baki. Ómar er frábær karl en einhvern veginn nær hann ekki til manns sem pólítíkus. Ég held að kjósendur Íslandshreyfingarinnar eigi að kjósa annan flokk til að atkvæði þeirra nýtist og ætti þá Samfylking væntanlega að vera fyrsti kostur.
Jón náði sér engan veginn á strik og fannst mér hreinlega eins og honum liði illa. Sérstaklega var þetta áberandi þegar hann talaði ekki en lenti engu að síður í mynd.
Jæja, það stefnir í spennandi kosningar á morgun! Og spáin stendur sem fyrr:
Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.