13.5.2007 | 18:13
Uppkjör kosninganna - GB með bestu spánna!
Úrslitin nú kunn og spennan í kringum þær var mikil. VG og Sjálfstæðisflokkurinn unnu á, Samfylking vann "kosningabaráttunna" en tapaði tveimur þingmönnum. Frjálslyndir héldu haus og Íslandshreyfingin náði því sem margir óttuðust, þ.e. að halda stóriðjuflokkunnum að völdum. Fróðlegt er að bera saman mína spá og kosningaúrslitin en ég fór miklu nær þeim heldur en skoðanakannanir!
En gerum upp kosningarnar:
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ágætis sigur og ljóst að Geir er vinnu flokkinn úr þeirri stöðu sem Davíð Oddsson kom honum í. Enginn afburðarsigur en meðalfylgi flokksins í gegnum árin er 39% þannig að flokkurinn á lnokkuð í land. Björn Bjarnason og Árni Johnsen virðast hafa beðið afhroð í útstrikingum í sínum kjördæmum og staða þeirra innan flokksins löskuð. Óvænti þingmaðurinn er Ragnheiður Ríkharðsdóttir!
Samfylkingin tapar fylgi og er með nánast með sama fylgi og fyrir átta árum síðan. Athyglisvert er að fylgi flokksins minnkaði þegar á leið nóttina. Kjósa Samfylkingarmenn fyrr en aðrir? Þrátt fyrir tapið geta Samfylkingarfólk þokkalega við unað enda stefndi í afhroð um tíma. Ingibjörg sigraði kosningabaráttuna en tapaði kosninganóttinni! Óvænti þingmaðurinn er Ellert B. Schram!
Vinstri grænir unnu stórsigur og nánast tvöfölduðu þingmannafjöldann. Mér finnst það hins ákaflega súrt að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafi ekki náð kjöri en ég var mjög hneykslaður á VG-fólki þegar þeir settu Lilju í 2. sætið í Kraganum og þess í stað Álfheiði og Árna Þór í 2. sætið í Reykjavíkurkjördæmunum en Lilja rúllaði yfir þau bæði í prófkjöri flokksins. Gömlu kommarnir standa saman og Lilja leið fyrir það og VG í framtíðinni því að þeirra besti fulltrúi fékk ekki þingsæti. Vinstri grænir misstu mikið fylgi í kosningabaráttunni og sigur þeirra því að einhverju leyti súr. Enginn óvæntur þingmaður hjá VG. Helst þó Álfheiður Ingadóttir.
Framsókn fékk sín verstu úrslit í 90 sögu flokksins og formaður flokksins féll af þingi en slíkt hefur ekki gerst fyrir formann þingflokks síðan 1983 þegar Geir Hallgrímsson féll. Framsóknarmenn hljóta að hugsa sinn gang en bæði Valgerður og Guðni hafa lýst því yfir að flokkurinn eigi ekki halda áfram í stjórn hljóti flokkurinn afhroð. En mun flokkurinn standa við það? Að öllu eðlilegu ætti Jón að segja af sér og hleypa yngri manni að og dettur manni þá fyrst í hug nafn Björns Inga Hrafnssonar. Óvænti þingmaðurinn er Höskuldur Þór Þórhallsson!
Frjálslyndir héldu sínum fjórum þingmönnum og geta þokkalega við unað. Þeir hafa náð því að komast þrisvar í röð á þing sem er óvenjulegt fyrir "fimmta" flokk og virðast hafa fest sig í sessi. Guðjón Arnar var seigur í kosningabaráttunni en málflutningur hans er miklu geðslegri heldur en sumra skósveina hans. Magnús Þór féll af þingi sem hlýtur að vera mikið áfall fyrir krónprinsinn en væntanlega er þetta síðasta kjörtímabil Guðjóns. Óvænti þingmaðurinn er Kristinn H. Gunnarsson!
Íslandshreyfingin tókst það sem hún ætlaði sér ekki, þ.e. að halda "stóriðjuflokkunum" að kjötkötlunum. Betur heima setið.
Að lokum vil ég bera saman spá mína og úrslitin:
22% strikuðu yfir Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Facebook
Athugasemdir
Þú varst nálægt! Ég get ekki tekið undir orð þín um Íslandshreyfinguna, en það er líklega vegna þess að ég er lýðræðissinni og fagna því öllum nýjum framboðum!
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:37
Þú ert nú bara seigur spámaður, herra bankastarfsmaður... ég játa mig sigraðan í þeim leik. Já, ég er ekki sáttur við úrslitin þó VG hafi aukið verulega við sig, hefði kosið og hélt reyndar að það kæmu 2-3 prósent í viðbót. Samfylkingin náði að toppa á lokasprettinum, ekkert brjáluð gleði hjá ykkur en leit þó um tíma illa út svo þetta gekk nokkuð vel. Skil ekki hversvegna Sjálfstæðisflokk gekk svona vel, en maður getur nú ekki skilið allt. Ferlegt að stjórnin skyldi standa og það með 48.3 prósent atkvæða. Sjáum hvað setur.
Og já, ég er leiður yfir því að Lilja skyldi ekki komast að. Vandfundin betri manneskja á þing.
arnar valgeirsson, 13.5.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.