Hvað gerir Framsókn?

FramsóknÍ umræðuþáttum dagsins er almennt talað á þeim nótum að Geir hafi öll háspilinn.  En er það svo?  Hafa Framsóknarmenn ekki nokkur tromp á hendi?

Möguleikar Framsóknar eru að mínu mati þrír:

1. Þeir geta lýst vilja sínum til að halda áfram í núverandi stjórnarsamstarfi.   Reyndar er það ekki í samræmi við yfirlýsingar forystumanna flokksins í kosningabaráttunni og sennilega er það gegn vilja meginþorra flokksmanna sem margir hverjir vilja nú fara í stjórnarandstöðu og freista þess að byggja upp flokkinn eftir skellinn.  Auk þess er ekki víst að Sjálfstæðisflokkurinn vilji fara í svo veika stjórn.  Ekki vildi hann það með Alþýðuflokknum 1995.  Ekki nema þá að bæta við Frjálslyndum en Sjálfstæðismenn hafa ávallt talað niður til þriggja flokka stjórna svo það er sennilega ólíklegt að þeir hafi áhuga á slíkri stjórn.   

2. Þeir geta unnið til vinstri.  Ef Jón vill getur hann hringt í Ingibjörgu og boðið henni forsætisráðherrastólinn í vinstri stjórn.  Ingibjörg og Steingrímur Joð eru án efa til í þann slag.

3. Geta ákveðið að vera utan stjórnar til að byggja upp flokkinn.  Þá fengi Geir frítt spil og myndi þá væntanlega leita til Ingibjargar eða Steingríms.  

Ef ég væri Framsóknarmaður myndi ég velja kost þrjú.  Jón á að stíga til hliðar og velja á nýjan og ferskan eftirmann.  Björn Ingi Hrafnsson gæti þar verið álitlegur en hann fékk nokkru meira fylgi en formaðurinn og umhverfisráðherra fengu nú í dag sem verður að teljast athyglisvert.  Svo er það Guðni.  Vill hann verða formaður?   

Hvað gera Framsóknarmenn?   Eins og Steingrímur Sævarr Framsóknarmaður myndi orða það.   Þegar stórt er spurt.....   


mbl.is Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband