Framsókn að svíkja fyrsta kosningaloforðið?

Guðni ÁgústssonFyrir kosningar höfðu nokkrir meðal helstu ráðamenna Framsóknar, stór orð um það að í stjórn færu þeir ekki fengi flokkurinn ekki viðunandi fylgi.  Engin forystumanna Framsóknar hafði upp önnur orð.  Niðurstaðan er skýr.  Framsókn fékk afhroð, minnsta fylgi í 90 ára sögu flokksins, formaðurinn féll, umhverfisráðherrann féll og fengu ráðherrarnir tveir minna fylgi en borgarfulltrúinn Björn Ingi Hrafnsson fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Tveimur dögum eftir kosningar er annað hljóð komið í strokkinn.  Guðni segir úrslitin ekki skilaboð þess efnis að Framsókn eiga að stíga til hliðar og almennt heyrist mér að forystumenn flokksins stefni á áframhaldandi stjórnarsamstarf. 

Semsagt aðeins tveimur dögum eftir kosningar á að svíkja nýjasta "kosningaloforðið".

Svo furða Framsóknarmenn á því að fólk hafi refsað þeim í nýliðnum kosningum.  I wonder why!


mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband