Það var sérstakt að horfa á Kastljósið í kvöld. Steingrímur Joð, sem sá allt í einu drauminn blauta um samstjórn með Sjálfstæðisflokkinn fjara út á sandinn, var nú tilbúinn að vinna með Framsókn og gera ISG að forsætisráðherra. Það er aldeilis! Guðni, sem er eldri i en tvævetur í pólítík, hafði gleymt því að það borgar sig ekki að fara í fjölmiðla þegar maður er reiður. Það var skelfilegt að sjá framkomu Guðna sem kenndi DV og Baugi um að fylgið Framsóknar fór ekki upp á við. Búhúhúhú.
Mér lýst vel á þessa stjórn og tel þetta besta kostinn í spilinu. Þetta verður sterk stjórn sem vonandi mun taka m.a. á bruðlinu í landbúnaðarkerfinu og vonandi vakna nú Evrópusinnarnir í Sjálfstæðisflokknum sem hafa haldið sig allt of lengi til hlés.
Að lokum ráðherralisti í boði GB.
Nokkrir fyrirvarar. Ég geri ráð fyrir skiptingunni 6-6. Hugsanlegt er að ráðherrum verði fækkað. Ég geri ráð fyrir ISG stilli upp jöfnu kynjahlutfalli. Einnig geri ég ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn muni hafa tvær konur í flokknum í stjórninni. Svo geri ég ráð fyrir einhverjum tilfærslum á embættum. Ég geri ekki ráð fyrir Sjálfstæðisflokkurinn hleypi Samfylkingu í landbúnaðarráðuneytið en ég geri ráð fyrir dómsmálin fari yfir til Samfylkingar til að losa Sjálfstæðisflokkinn úr þeirri úlfakreppu sem hann er þar í. Sjálfstæðisflokkurinn taki heilbrigðisráðuneytið (sem Samfylkinginn vill örugglega líka) en Samfylkingin taki þess í stað menntamálaráðuneytið.
- Geir: forsætisráðherra
- Ingibjörg: utanríkisráðherra
- Árni Matt: fjármálaráðherra
- Ágúst Ólafur: dómsmálaráðherra
- Arnbjörg: landbúnaðarráðherra
- Kristján Júl: samgönguráðherra
- Þorgerður Katrín: heilbrigðisráðherra
- Björgvin: menntamálaráðherra
- Einar K: Sjávarútvegsráðherra
- Össur: Viðskipta- og iðnaðarráðherra
- Katrín:umhverfisráðherra
- Jóhanna: félagsmálaráðherra
Reyndar er erfitt að spá í þetta. "Hin konan" hjá Sjálfstæðisflokknum gæti allt eins verið Guðfinna en ekki Arnbjörg. Svo gæti t.d. Kristján Möller orðið ráðherra. Einnig er mögulegt að Björn Bjarna verði ráðherra um tíma og settur síðar til hliðar til að minnka fallið. Svo gæti Sturla haldið sínu embætti og Kristján yrði látinn bíða um tíma. Svo getur skipting ráðuneytina orðið allt önnur en þessi!
En spennandi tímar enn í gangi!
Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það þarf öflugan ráðherra sem þorir að breyta í Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytið
Þar vil ég sjá Þorgerði Katrínu taka til hendinni.
Grímur Kjartansson, 18.5.2007 kl. 11:34
6 réttir af 12 mögulegum og 4 vitlausir ráðherrar !!
Nokkuð ljóst þú verður ekki ráðinn sem völva Vikunnar þetta árið :)
Til hamingju með ríkisstjórnina !
Hrannar Björn Arnarsson, 23.5.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.