Spá ritstjóra: Hugin spáđ sigri á Íslandsmóti skákfélaga

Ritstjóri Skák.is ćtlar ađ ekki ađ bregđa af vananum og vera međ hinu hefđbundnu spá ritstjóra ţrátt fyrir á köflum nokkuđ blendin viđbrögđ og jafnvel skammir. Rétt er ađ árétta nú sem fyrr ađ á bakviđ spánna eru ekki mjög vísindaleg vinnubrögđ og hún er  fyrst og fremst til gamans. 

Samkvćmt heimildum ritstjóra verđur fremur lítiđ af erlendum skákmönnum međ á Íslandsmóti skákfélaga. Ţađ er eingöngu Víkingaklúbburinn sem fullnýtir kvótann međ fjóra erlenda skákmenn. Huginn og KR verđa hógvćrir í ţeim efnum en ađrir ţar á međal TR ćtli ađ treysta á innlenda skákmenn. Svo er eitthvađ um ađ íslensk skákfélög flyti inn íslenska stórmeistara sem búsettir eru erlendis en bćđi Héđinn Steingrímsson (Fjölnir) og Margeir Pétursson (TR) tefla um helgina.

Víkingaklúbburinn verđur án efa međ sterkustu fjögur efstu borđin en er ekki jafn sterkir og t.d. Huginn og TR á neđri borđunum. 

Um fallbaráttuna er erfitt ađ spá eins og svo oft áđur. Ég spáđi KR-ingum falli í fyrra viđ misjöfn viđbrögđ. Ţeir héldu sér svo örugglega uppi. Sennilega vćri best í ljósi ţess ađ spá ţeim falli aftur! Reyndar tel ég falliđ verđi hlutskipti Reyknesinga og b-sveitar TR en ađrir geta ađ sjálfsögđu dregist inn í fallbaráttuna.

Spá ritstjóra: 

1. deild 

  1. Huginn
  2. TR
  3. Víkingar
  4. Fjölnir
  5. Bolungarvík
  6. SA
  7. Huginn-b
  8. KR
  9. TR-b
  10. SR 

2. deild 

Ţađ er eiginlega pólitískur ómöguleiki ađ spá í spilin í 2. deild. Sveitirnar virđast flestar vera ákaflega jafnar ađ styrkleika eins og svo oft áđur og og svo gćti fariđ ađ fáum vinningum muni á 2. og 7. sćti. Slíkt hefur gerst áđur í 2. deildinni. Ég man t.d. ţegar Hellir-c sem var í fallsćti fyrir lokaumferđina en vann ţar góđan sigur og lenti í verđlaunasćti.

Ég tel tíma Garđbćinga nú komna og spá ţeim sćti í efstu deild. Spái ţví ađ Vinaskákfélagiđ fylgi ţeim upp enda međ sterkustu einstaklinganna á efstu borđunum. Falli spái ég SFÍ og Fjölni-b en gćti allt eins spáđ öđrum sveitum falli. 

  1. TG
  2. Vinaskákfélagiđ
  3. SA-b
  4. TR-c
  5. Haukar
  6. Huginn-c
  7. Fjölnir-b
  8. SFÍ                  

3. deild

Hér treysti ég mér ađeins til ađ spá um efstu sćtin og ćtla ađ spá ţví ađ liđin sem féllu í fyrra endurheimti sćti sitt. Vert er ţó ađ benda á d-sveit TR sem hafnađi í 3. sćti í fyrra. einnig má benda á Hróka alls fagnađa en ritstjóri er ekki styrkleika ţeirra alveg á hreinu. Breiđablik gćti líka komiđ á óvart enda međ unga og mjög efnilega skákmenn.

Spá ritstjóra er: 

  1. SSON
  2. UMSB
  3. TR-d
  4. SR-b
  5. KR-b
  6. Hrókar alls fagnađar 

4. deild

Sauđkrćkingar og Eyjamenn eru líklegir til árangurs og spái ţeim sćti í efstu deild. Um önnur sćti er erfitt ađ spá en ég spái ţví ađ b-sveit Víkinganna endurheimti sćti sitt.

  1. TV
  2. Sauđárkrókur
  3. Víkingaklúbburinn-b

Heimasíđa mótsins

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband