19.10.2017 | 09:56
Víkingum spáđ sigri
Ritstjóri ćtlar ađ halda ţeirri venju ađ spá í spilin fyrir Íslandsmót skákfélaga. Víkingaklúbburinn er óneitanlega langsigurstranglegastur enda safnađ ađ sér miklu liđi bćđi erlendum og innlendum skákmönnun. Eina liđiđ sem virđist vera líklegt til ađ veita ţeim keppni eru Íslandsmeistarar síđustu ţriggja ára Skákfélagiđ Huginn.
Spá fyrir 1. deild
Taflfélag Reykjavíkur kemur veikari til leiks í ár en í fyrra en ćttu ađ vera líklegir til ađ hreppa bronsiđ. Ţó má ekki vanmeta Fjölnismenn sem gćtu veitt ţeim keppni. Skákfélag Akureyrar, b-sveit Hugins og hiđ "nýja" félag Breiđablik&Bolungarvík verđa vćntanlega um miđja deild.
Fallbaráttan var gríđarlega spennandi í fyrra og réđust úrslitin á síđustu mínútunum og gćti ţađ einnig gerst nú. Ritstjóri telur líklegast ađ ţar berjist ţrjú liđ. Ađ venju spáir ritstjóri KR falli enda hefur ţađ reynst KR-ingum afar vel síđustu ár. Spá ritstjóra virđist gefa ţeim mikinn kraft! Ţeir björguđu sér frá falli á ćvintýralegan hátt í fyrra. Ég spái ţví ađ SA-b fylgi ţeim niđur og Garđbćingar haldi sćti sínu. Tel ţó líkur allra ţessara liđa afar áţekkar á ađ halda sćti sínu.
- Víkingaklúbburinn
- Huginn-a
- TR
- Fjölnir
- SA
- Huginn-b
- Breiđablik&Bolungarvík
- TG
- KR
- SA-b
Spá fyrir 2. deild
Miklu erfiđara er ađ spá í spilin fyrir ađra deild. Ritstjóri ţekkir minna til sveitanna og styrkleiki b- og c-sveita er háđur styrkleika a- og b- sveita sömu félaga. Óvissuţćttirnir eru ţví fleiri.
Reyknesingar teljast ţó líklegir til sigurs og ađ mati ritstjóra er b-sveit TR líklegust til ađ fylgja Suđurnesjamönnum upp í efstu deild. Haukar og mögulega Vinaskákfélagiđ geta blandađ sér í baráttuna um sćti í deild ţeirra bestu.
Um fallbaráttuna hef ég litla hugmynd. Selfyssingum spái ég ţó falli og ađ TR-c fylgi ţeim niđur. Svo ţarf ţó alls ekki ađ fara.
- SR
- TR-b
- Vinaskákfélagiđ
- Haukar
- Huginn-c
- Hrókar alls fagnađar
- TR-c
- SSON
Spá fyrir ţriđju deild
Enn erfiđara er spá í 3. deildina. Held ţó ađ b-sveit Víkinga hljóti ađ vera líkleg til árangurs eftir styrkingu a-sveitarinnar og spái ţeim sigri. Einnig held ég ađ b-sveit Fjölnis sé til alls líkleg. Ţessum sveitum spái ég tveim efstu sćtunum og sćti í annarri deild ađ ári. Skákgengiđ og Siglfirđingar, d-sveit Hugins, Breiđablik/Bolungarvík og örugglega fleiri sveitir geta blandađ sér í ţá baráttu.
Spá fyrir 7 efstu af 14:
- Víkingar-b
- Fjölnir-b
- Siglufjörđur
- Skákgengiđ
- Huginn-d
- Breiđablik/Bolungarvík-b
- Vinaskákfélagiđ-b
Spá fyrir fjórđu deild
B-sveit KR féll í fyrra mjög óvćnt. Sú sveit ćtti ađ endurheimta sćti sitt í 3. deild. Sömu sögu má segja um b-sveit TG sem ég tel mjög líklega til góđs árangurs. Taflfélag Akraness hefur ţátttöku eftir langt hlé og hefur á sterku liđi ađ skipa. Ég spái ţessum ţremur sveitum ţremur efstur sćtunum. B-sveit Hróka alls fagnađar gćti veriđ ţétt og jafnvel c-sveit Víkinga.
Yfirleitt yfirsést mér eitthvađ í fjórđu deildinni og svo er örugglega einnig nú.
Spá fyrir 5 efstu sćtin
- KR-b
- TG-b
- TA
- HAF
- Víkingar-c
Ađ lokum
Íslandsmót skákfélaga er mikil hátíđ. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá fjölgun liđa í ár. Spá ritstjóra er bara gerđ til gamans og ekki byggđ á vísindalegum rannsóknum og ber ađ taka ekki of alvarlega.
Gunnar Björnsson
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.