27.6.2007 | 12:09
Maður með reynslu ráðinn hjá Jóhönnu!
Það er gott mál hjá henni Jóhönnu að ráða hann Hrannar Björn í starf aðstoðarmanns ráðherra. Við sem höfum unnið í skákhreyfingunni með Hrannari þekkjum hann að góðu einu en þar vann gott starf. Mér finnst nokkuð sérstakt að sjá menn pota í Hrannar og kalla hann "fjárglæframann". Hrannar lenti jú í fjárhagserfiðleikum, sem Sjálfstæðismenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1998 sáu til þess að færi ekki framhjá neinum, en Hrannar hefur náð sér upp úr því með dugnaði og elju.
Auk þess held að það sé bara hið besta mál að með Jóhönnu í velferðarráðuneytinu starfi maður sem þekki líka hvernig er að að lenda í fjárhagserfiðleikum.
Ég fagna því þessari ráðningu og óska Hrannari velfarnaðar á nýjum vettvangi!
Hrannar Björn aðstoðarmaður Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir það, fínt að fá Hrannar þarna til að gera góða hluti. Ekki allir svo slæmir þarna í samfylkingunni hehe ;)
Jón Viktor Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 00:06
Flottur millileikur hjá Hrannari. Vonandi kemur hann svo sterkur inn í miðtaflinu. Þessi maður er ennþá kornungur og á eftir að reka af sér slyðruorðið.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 2.7.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.