Á Spáni er hægt að djamma og djúsa!

 

 

Í gær kom fjölskyldan til Alicante.  Smá seinkun var á flugi og í fyrsta skipti á ævinni lenti ég því að vera síðasti farþeginn til að innskrá okkur þrátt fyrir að við mættum um 1,5 tíma fyrir flug!  Í gær gerðum við lítið annað en að koma okkur fyrir, enda mætt inn í þessa fínu íbúð eftir miðnætti, en í dag fórum við smábíltúr hér um nágrennið og svo lágum við laugina og spiluðum sérstaka útgáfu af sundlaugarblaki!

Nokkrar myndir má finna frá ferðinni undir "myndaalbúm".    Við reynum að setja inn smá ferðasögu og myndir reglulega!

Djöfull er þetta þægilegt!  Biðjum að heilsa heim í rigninguna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

bið að heilsa í sólina. öfunda þig samt ekkert því á morgun, laugardagsmorgun, förum við fimm stykki til grænlands. svo koma 37 til viðbótar í næstu viku..... allt kreisí.

það er spurning hvort það verði ég eða bjössi þorfinns sem verður grænlandsmeistari þetta árið. robbi er þreyttur og getur ekkert þegar hann kemur.

en annars vona ég bara að ég verði fyrir ofan miðju... svona í þrítugasta sæti. þú beilaðir á þessu væni...... en góða skemmtun

www.godurgranni.is    bloggsíða grænlandsfara

arnar valgeirsson, 10.8.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband