13.8.2007 | 07:25
Rólegheit, veikindi og rok!
Í dag ákvæðum við að fara í minigolf. Björn var eitthvað hálfslappur en vildi endilega fara. Þegar við komum á vettvang gaf hins vegar maginn sinn og brunað aftur heim og upp í rúm með veikan strákinn! Lán í óláni að þetta skyldi ekki gerast á verri tíma t.d. í einhverjum skemmtigarðinum hérna. Hann er allur að braggast, virðist hafa verið smá magaóruleiki en best að maður sleppi því að fara of ítarlega í veikindalýsingar. Aðrir eru betri í því en ég!
Það var því ljóst að ekki yrði borðað út í kvöld. Ég dreif mig þá í Consum til að versla meira enda átti það ekkert mál að vera, auglýst skýrum stöfum að opið sé alla daga frá 9-21:30 en...............þá var lokað. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það er ekki opið nema til 14:30 á sunnudögum! Spánverjarnir sko með smáa letrið sko. Annars er nokkuð spaugilegt að reyna að spyrja Spánverjana af einhverjum. Alltaf er manni með svarað með spænsku en eina setningin sem ég kann í því tungumáli er: "uno cerveza grande"!
Ég hafði fyrr keypt nokkra hamborgara sem ég skellti á grillið en fjölskyldan uppgötvaði að spænskir hamborgarar eru ekki jafngóðir og þeir íslenskir. Minntu frekar á kjötbollur í hamborgarabrauði! Þetta er eitthvað sem við ætlum ekki að endurtaka.
Í dag lá maður því að mestu í sólinni en maður hljóp inn öðru hverju til að horfa á enska boltann. Hér er Sky-afruglari og fylgir því sérstök vellíðan að horfa á enska boltann án þess að 365 hagnist á því! Ætli Pétur Pétursson og Ari Edwald viti af þessu? Ætli þeir geti kannski bannað Íslendingum að horfa á enska boltann í útlöndum? Kannski þeir séu núna uppteknir að læra markaðsfræði og hvernig eigi ekki að koma fram við viðskiptavini sína.
Seinni partinn skall svo á hávaðarok, með smá skúrum en þó er vel hlýtt. Smá skruggur í kaupbæti. Þegar þetta er ritað (um 21:00 á spænskum tíma) ætlum við strákarnir að rétt að skreppa í laugina.
Á morgun er planið að fara á ströndina í Torreveja.
Biðjum að heilsa heim!
Athugasemd: Skrifað í gærkveldi en netið virkaði þá ekki sem skyldi.
Athugasemdir
Sælir bróðir sólamegin í lífinu.
Sá í gær í Fréttablaðinu að búið væri að fá kostun á á enska boltanum, sem tryggir gott verð á enska boltanum. Við eigum því væntanlega von á kostatilboði í stað þessa landlæga okurs.
Hafið það sem best í sólinni
Kveðja Stefán
Stefán Jóhann Björnsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.