14.8.2007 | 16:12
Á ströndinni í gær
Í gær dreif fjölskyldan sig á ströndina. Nánar tiltekið á Los Locos ströndina í Torreveja. Þegar við mættum þangað var þvílíkur fjöldi að fólki að okkur leyst ekkert á blikuna. Mikið var að Spanverjum þar sem vorum á ströndinni og einhvern veginn höguðu þeir sér öðruvísi en Vestur-Evrópubúar. Ekki var t.d. óvenjulegt að sjá þá reykja við rétt við flæðarmálið eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sömuleiðis var nokkuð sérkennilegt að sjá konur á eftirlaunaaldri vera berar af ofan!
Mamma.....þegar þú kemur hingað á laugardaginn. Þú þarft ekki endilega að taka spænskar konur til fyrirmyndar að öllu leyti.
Strákarnir fóru í hefðbunda virkjabyggingar eins og sjá má í meðfylgjandi mynd :
.....ok kannski ekki alveg farið farið með rétt mál en ég kunni ekki annað við en henda smápeningum í þá snillinga sem höfðu haft fyrir þessari smíð.
Byggingar strákanna voru svona.
Stórar en ekki jafn flottar. Svo fórum við kallarnir á hjólabát og skemmtun okkur vel!
Svo var merkilegt að um þrjúleytið var allt í einu meirihluti fólksins farinn. Greinilegt að Spánverjarnir fara þá að borða en ég giska að um 70% fólksins hafi þá verið farinn.
Að loknum skemmtilegri strandferð var farið heim og farið í sundlaugina og horft á nokkra Friendsþætti og slappað. Enn einum skemmtilegum degi lokið!
Minni á myndasafn undir myndaalbúm.
Heyrumst síðar!
Athugasemdir
Blessaður.
Ég rakst á þig inn á "kommentakerfi" hjá Eyjó Ármanns. Gaman að þú skemmtir þér vel í útlandinu.
Jens Guð, 19.8.2007 kl. 16:27
Þakka þér fyrir Jens. Bið að heilsa Stefáni bróður þínum.
Gunnar Björnsson, 25.8.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.