21.8.2007 | 22:52
Á Spáni er hægt að djamma og djúsa
Jæja, fyrst er að afsaka bloggletina. Það er einhvern veginn þannig að maður verður býsna góður í því gera ekkert þegar maður byrjar á því. Ýmislegt hefur á daga okkur drifið síðan síðast. Við fórum á Terra Natura, sem er vatnsrennibrauta- og dýragarður og áttum þar góðan dag. Þessi garður er í Murcia, sem er svolítið inn í landi, og sennilega var það snjall leikur enda ekki mikið um raðir. Ég hef heyrt af fólki sem hefur farið í garði í Torreveca að þar sé algjör örtröð.
Eitt það allra skemmtilegasta var þegar björnunum voru gefnir ávaxtir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Vinalegir þessir Birnir!
Mamma kom á laugardagskvöldið og náðum við Björn í hana út á flugvöll. Sú gamla var hin sprækasta. GPS-tækið kom að góðum notum við að finna flugvöllinn. Reyndar virkar tækið ekki alltaf fullkomlega hér og nokkuð um að götur séu ekki inn á því. Einnig hefur sagt okkur að beygja til hægri þegar það er ekki hægt en engu að síður hefur það hjálpað okkur heilmikið. Takk kærlega fyrir lánið Hildur!
Við fórum á ströndina í Guerdemar á sunnudeginum. Virkilega skemmtileg strönd með háum öldum og miklu minna af fólki en á Torraveca-ströndinni. Á leiðinni þar renndum við framhjá flóamarkaði og ýmislegt keypt eins og t.d. Gerrard-treyja á Gunnar Val og ég keypti mér skó! Eftir ströndina keyrðum við strákarnir niður á enska pöbb í Torravoca og horfðum á Liverpool-Chelsea og þar hitti ég skólafélaga minn, hann Björn Róbert. Ég var nokkuð hissa að nánast jafnmargir á pöbbnum voru að horfa á einhver ruðningsleik. Ég meina..........Liverpool-Chelsea..............og ruðningsbolti. Come on!
Því miður skemmdi dómarinn leikinn þegar hann dæmdi víti á Liverpool. Ridicilus decision sögðu þulirnir á Sky Sport og meðlýsandi þeirra, Steve McLaren landsliðsþjálfari Englendinga. Búið er að dæma tvö víti á Liverpool á Anfield í ár sem er einu meira en allt tímabilið í fyrra! En frammistaða minna manna góð og rauðklæddu drengirnir til alls líklegir í ár. Minni svo á að áskriftin af enska boltanum hækkaði um 88% á milli ára eftir að boltinn færðist til 365.
Um kvöldið fórum við svo á fínan skemmtilegan ítalskan veitingastað í boði Guðríðar. Um kvöldið settumst við svo upp og drukkum og höfðum gaman langt fram á nótt!
Dagurinn í gær fór að miklu leyti í leti (sem er mjög óvenjulegt hér!). Við fórum reyndar í moll, nánar tiltekið Carrefour og reynum að lifa í þeirri blekkingu að aðrir kunna að hafa verslað meira en við en tengdamæðgurnar reyndust vera býsna öflugar þegar komið var í fatadeildina. Ég var reyndar mjög ánægður með bjórinn sem ég keypti þar en dósin kostaði 0,26 evru. Ætli Guðlaugur Þór viti af þessu ?
Í kvöld fórum við á asískan stað hér kallaðan Wok. Meiriháttar flottur staður þar sem maður velur sér hrátt kjöt og lætur kokkinn elda fyrir sig. Alveg frábær staður sem ég hvet alla á að fara á sem koma hingað.
Nú eru bara 2 dagar eftir og á morgun ætlum við að fara í Terra Mitaca, sem er stærsti skemmtigarðurinn hér og einhver sagði mér að þetta væri stærsti skemmtigarður Evrópu. Með okkur fer skemmtilegt fólk sem við höfum kynnst hér.
Að lokum verð ég nefna býsna bíræfið rán, sem varð í íbúð í lengjunni nánar tiltekið í horníbúð íslenskrar fjölskyldu, einmitt hjá þeirri sem við förum með á Terra Metica á morgun. Á meðan hún var að skemmta sér sitjandi útiá neðri hæðinni klifruðu þjófar upp um efri salir og fóru í svefnherbergin. Þeir virðast svo hafa dúllað sér við hirða kreditkort, skartgripi, myndavélar o.þ.h. á meðan allt var á fullum svingi niðri. Þeir reyndar voru það tillitsamir að þeir skiluðu vegabréfunum á leiðinni út.
Jæja, bið að heilsa í bili, þurfum að vakna snemma á morgun. See you later!
Minni svo á að fleiri myndir má nú minna finna undir "myndaalbúm".
Athugasemdir
jamm, gott að þú og þínir fíli sig í sólinni þarna fyrir sunnan. við nokkur, frá flóðhestum til meistara, fíluðum okkur í sólinni fyrir westan sem endaði reyndar með byljandi dumbungi og slagsíðu. hef grun um að aðstoðarritstjóri síðu einnar eigi eftir að metast við þig um ferðalög. hann reyndar stóð sig bara nokkuð vel strákurinn, við eldamennsku, knattspyrnuiðkun og við skákborðið.
en góða skemmtun...
arnar valgeirsson, 21.8.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.