12.10.2007 | 02:06
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga
Aldrei má vanmeta Íslandsmeistarana, fyrirgefiđ orđalagiđ sem sýndu ţađ í fyrra ađ ţeir eru sýnd veiđi en ekki gefin ţegar ţú unnu óvćntan sigur á Íslandsmótinu. Svo gćti ţriđja Reykjavíkurliđiđ, Fjölnismenn einnig blandađ sér í baráttuna en ţeir mćta vćntanlega međ fjóra stórmeistara til leiks og ţar á međal međ okkar nýjasta stórmeistara Héđinn Steingrímsson vćntanlega á fyrsta borđi.
Sagan gćti veriđ međ Helli. Rétt eins og í fyrra töpuđu ţeir örugglega fyrir TR í Hrađskákkeppni taflfélaga og voru langt fyrir neđan sama félag í EM taflfélaga. En ţegar kom ađ Íslandsmóti skákfélaga sýndu Hellisbúar hver sé pabbinn og unnu góđan sigur. Mun sagan endurtaka sig?
Stigahćsti skákmađur landsins, Jóhann Hjartarson er genginn til liđs viđ Íslandsmeistarana og er ćtlađ ađ fylla skarđ Hannesar.
Önnur félög eru ekki líkleg til ađ blanda sér í toppbaráttuna. Haukamenn eru líklegastir til ađ hreppa fjórđa sćtiđ en Akureyringar gćtu ţó blandađ sér í ţá baráttu.
Í fallbaráttunni berjast vćntanlega b-sveitir Hellis og SA og svo silfurliđ Eyjamanna sem hafa misst flesta sína best menn nema ţá Helga Ólafsson og Sćvar Bjarnason.
Ég spái TR-ingum öruggum sigri. Liđ ţeirra er einfaldlega mun sterkara en önnur liđ. Hellismenn og Fjölnismenn berjast svo vćntanlega um annađ sćtiđ.
Spá ritstjóra:
- 1. TR
- 2. Hellir-a
- 3. Fjölnir
- 4. Haukar
- 5. SA
- 6. Hellir-b
- 7. TV
- 8. SA-b
2. deild
Í 2. deild hljóta Bolvíkingar ađ teljast líklegastir til afreka. Einnig sýnist mér TR-b ćtti ađ fylgja ţeim nokkuđ örugglega upp. Helst gćtu Garđbćingar og Reyknesingar blandađ sér í ţá baráttu. Erfitt er spá um fallbaráttuna en ég spái Selfyssingum og b-sveit Hauka falli. Samt ég vil setja mikla fyrirvara viđ viđ ţađ enda mjög erfitt ávallt ađ spá í spilin í 2. deild ţar sem liđin ţar eru afar jöfn.
Spá ritstjóra
- 1. Bolungarvík
- 2. TR-b
- 3. TG
- 4. SR
- 5. TA
- 6. Kátu biskuparnir
- 7. Haukar-b
- 8. Selfoss
Ég spái ţví KR-ingar endurheimti sćti sitt í 2. deild. Ţeir hafa styrkt sig og voru í raun og veru međ of sterkt liđ í fyrra til ađ falla. Ómögulegt er ađ spá hverjir fylgi ţeim upp. Í ţá baráttu gćtu c-sveitir TR og Hellis blandađ sér og jafnvel Dalvíkingar. Styrkleiki c-sveitanna fer ţó mikiđ eftir ţví hvernig ţeim gengur ađ manna sveitirnar í 1. og 2. deild. Ég ćtla ađ spá c-sveit TR öđru sćtinu. Ég spái TV-b og SR-b falli en rétt eins og í 2. deild er erfitt ađ spá í spilin. Einnig gćtu TG-b og Dalvíkingar blandađ sér í fallbaráttuna.
Spá ritstjóra
- 1. KR
- 2. TR-c
- 3. Hellir-c
- 4. Dalvík
- 5. TG-b
- 6. TR-d
- 7. SR-b
- 8. TV-b
4. deild.
Í fjórđu deild er 31 liđ skráđ til leiks sem er er met. Viđ eitt félagiđ kannast ég ekki, ţ.e. Skákdeild Ballar. Víkingasveitin er annađ nýtt félag en ţar eru ferđinni ýmsir sterkir skákmenn og gćti sú sveit blandađ sér í toppbaráttuna.
Mér finnst líklegast ađ B-sveit Bolungarvíkur hafi sigur í deildinni en viđ styrkingu a-sveitarinnar er ljóst ađ margir sterkir skákmenn munu tefla međ b-sveitinni. Ég spái ađ annađ sćtiđ falli b-sveit Fjölnis í skaut. Ađrar sveitir sem kunna ađ blanda sér í baráttuna gćtu veriđ b-sveit KR, d-sveit Hellis , Austlendingar, Víkingasveitin og örugglega fleiri sveitr.
Spá ritstjóra:
- 1. Bolungarvík-b
- 2. Fjölnir-b
- 3. KR-b
- 4. Hellir-d
- 5. Austurland
- 6. Víkingasveitin
6.
Ađ lokum
Eins og venjulega vil ég benda mönnum á ađ taka ţessa spá međ öllum mögulegum fyrirvörum. Hún er sett fram til gamans og ţađ má öllum vera ljóst ađ ritstjórinn veit ekki allt um liđsskipan allra liđa!
Ég hlakka til helginnar og óska skákmönnum gleđilegrar hátíđar!
Gunnar Björnsson
Höfundur er Ritstjóri Skák.is og formađur Taflfélagsins Hellis
Meginflokkur: Skák | Aukaflokkar: Íţróttir, Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
held ađ fjölnir eigi eftir ađ stríđa TR og Helli. svo held ég líka ađ víkingasveitin verđi ofar. miklu ofar og fari jafnvel upp.... en hver veit.
jamm, gleđilega helgi og bara break a leg sko.....
arnar valgeirsson, 13.10.2007 kl. 00:27
Einmitt, 6. sćtiđ kemur ekki til greina! Stefnum upp. Viljum helst komast til Grćnlands međ Kátum Biskupum.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 13.10.2007 kl. 09:54
Áfram Bolungarvík
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 14.10.2007 kl. 00:22
Sćll Gunnar Ég á ekkert skrímsli til ađ setja stöđuna okkar inn í en ég held ađ eftir blönderinn 11. Bf3 sé ţetta skít tapađ! Ég finn engan vinning á mig ţrátt fyrir mótspiliđ, en sennilega var 22. Be4 ekki besti leikurinn, Ţá hefđi ég sennilega getađ leikiđ bxc4. Ef ţú hefđir svarađ međ Rxf3 ţá á ég millileikinn Ba5+ áđur en ég tekk riddarann á f3. Ţá er ég ađ vísu peđi undir og ţú hefđir sennilega sviđiđ mig, en ég finn ekkert skárra. Til hamingju međ sigurinn Sigurđur Arnarson
Sigurđur Arnarson (IP-tala skráđ) 14.10.2007 kl. 22:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.