TR í sterkri stöðu fyrir síðari hlutann

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram um helgina á heimavelli Fjölnis í Rimaskóla.  TR er í mjög vænlegri stöðu hefur 3,5 vinnings forskot á Íslandsmeistara Hellis og Hauka sem eru í 2.-3. sæti.  Sveitir  TR og Hellis mætast í lokaumferðinni og það er líklegt að TR verður með forystu fyrir þá umferð. Það eykur svo enn sigurlíkur TR-inga að þeir hafa án efa sterkasta og stigahæsta liðið, með t.d. tvo næsta titilhafa landsins innan sinna raða, og því ólíklegt að liðið liggi fyrir Helli. 

Haukmenn eru jafnir Helli að vinningum en eiga eftir að tefla við bæði TR og Fjölni.  Fjölnir er í fjórða sæti og eiga heldur auðveldari dagskrá en hin toppliðin og gætu því náð þriðja eða jafnvel öðru sæti verði úrslit hagstæð.     

Staðan (í sviga er spáin eins og ritstjóri birti hana sl. haust)

  • 1.      (1) TR 25 v.
  • 2.      (2) Hellir-a 21½ v. (8 stig)
  • 3.      (4) Haukar 21½ v. (6 stig)
  • 4.      (3) Fjölnir 20 v.
  • 5.      (6) Hellir-b 12½ v.
  • 6.      (7) SA-b 11½ v.
  • 7.      (5) SA-a 10 v.
  • 8.      (8) TV 6 v.

Dagskrá toppliðanna fjögurra:

Umferð

TR

Hellir

Haukar

Fjölnir

5. umferð

Haukar

SA-b

 TR

Hellir-b

6. umferð

SA-b

TV

Fjölnir

Haukar

7. umferð

Hellir-a

TR

SA

SA-b

 

Sveitir Hauka og Fjölnis mun væntanlega stilla upp fjórum erlendum skákmönnum en TR og Hellir styðjast sem fyrr við styrkt heimavarnalið.  Með TR tefla Nataf og Galego.  Samkvæmt heimildum ónefnds TR-ings verður Simon Williams, sem lengi hefur staðið til að tefldi með Helli, upptekinn um helgina í brúðkaupi vinar síns.

Ég tel að mestu að fallbaráttan sé ráðin.  SA-b og TV falli.  Fyrrnefnda liðið á eftir að mæta TR, Hellir og Fjölni og mun a-sveit félagsins væntanlega skríða upp fyrir!

SA-a og Hellir-b mun sigla lygnan sjó og enda í 5. og 6. sæti.  

Spáin og hún var birt fyrir fyrri hlutann er því óbreytt.

  • 1.      TR
  • 2.      Hellir
  • 3.      Fjölnir
  • 4.      Haukar
  • 5.      SA-a
  • 6.      Hellir-b
  • 7.      SA-b
  • 8.      TV

2. deild:

Staðan:

  1. (1) Bolungarvík 20 v.
  2. (7) Haukar-b 13 v. (4 stig)
  3. (4) Reykjanesbær 13 v. (4 stig)
  4. (2) TR-b 13 v. (3 stig)
  5. (8) Selfoss 12½ v.
  6. (3) TG 11 v.
  7. (5) Akranes 10½ v.
  8. (6) Kátu biskuparnir 3 v.

Eins og svo oft áður er mikil spenna er í 2. deild.  Bolvíkingar eru öryggir um sigur og Kátu biskuparnir öryggir niður.  Annað er algjörlega óráðið og ljóst að sex lið geta fylgt Bolvíkingum upp og sömu lið geta fylgt biskupunum, sem án efa hafa oft verið kátari, niður.   Ég hef trú að það verði TR-ingar sem fylgi Bolvíkingunum upp.  Haukamenn gætu líka verið til alls líklegir og jafnvel Reyknesingar.  Ég spái að Skagamenn eða Selfyssingar fylgi þeim Kátu niður en þar sem yfirmaður minn er lykilmaður í liði Selfyssinga set ég Skagamenn í fallsætið!

Spá ritstjóra:

  • 1.      Bolvíkingar
  • 2.      TR-b
  • 3.      Haukar-b
  • 4.      Reykjanesbær
  • 5.      TG
  • 6.      Selfoss
  • 7.      Akranes
  • 8.      Kátu biskuparnir

3. deild:

Staðan: 

  1. (1) KR 17½ v.
  2. (3) Hellir-c 16 v.
  3. (2) TR-c 16 v.
  4. (5) TG-b 12 v.
  5. (4) Dalvík 12 v.
  6. (6) TR-d 8 v.
  7. (8) TV-b 7 v.
  8. (7) Reykjanesbær-b 6½ v.

Í 3. deild berjast þrjú lið um tvö sæti.  KR-ingar og Hellismenn hafa mæst en TR-ingar eiga eftir að tefla við báðar sveitirnar  Líklegt er að TR-ingar mæti hins vegar með töluvert sterkara lið nú en í fyrri hlutanum.  Erfitt er í spilin að spá en ég ætla að giska á óbreytta stöðu á toppnum, þ.e. að KR og Hellir fari upp.  B-liðum Eyjamanna og Reyknesinga spái ég falli.

Spá ritstjóra:

  • 1.      KR
  • 2.      Hellir-c
  • 3.      TR-c
  • 4.      TG-b
  • 5.      Dalvík
  • 6.      TR-d
  • 7.      Reykjanesbær
  • 8.      TV-b

4. deild

Staða efstu liða:

  • 1. (1) Bolungarvík-b 17½ v.
  • 2. (2) Fjölnir-b 16½ v.
  • 3. (6) Víkingasveitin 16 v.
  • 4. SA-c 15½ v.
  • 5.-8. Haukar-c, KR-b, Snæfellsbær og Austurland 15 v.

Bolvíkingar fara væntanlega upp og ætla ég að spá að Fjölnir fylgi þeim upp. Víkingarnir vösku, Gunnar Freyr og fleiri gætu þá hæglega sett strik í reikninginn en ég hef minni trú á öðrum liðum.  

Úrslitin í fjórðu deild geta þó verið býsna tilviljunarkennd, t.d. stórsigur í lokaumferðinni gæti tryggt óvænt sæti í 3. deildinni að ári þegar deildin er svo jöfn.  

Að lokum

Rétt er að árétta enn og aftur að þessi spár og pistill er fyrst og fremst settur fram til gamans!  Ekki er pistilinn byggður á ítarlegum geimvísindum!

Rétt er svo að minna á nokkra praktíska hluti. 

  • Tímamörkin er 1½ klst. á skákina auk 30 sekúnda á leik. Enginn viðbótartími bætist við eftir fjörtíu leiki.
  • Slökkva þarf á GSM-síma. Hringi hann þýðir það umsvifalaust tap.  Stefán Frey vil ég svo sérstaklega minna á að slökkva einnig á vekjaranum í símanum. 
  • Teflt er í Rimaskóla í Grafarvogi

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga er einn skemmtilegasti skákviðburður hvers árs. Gera má ráð fyrir spennu í öllum deildum bæði á toppi sem botni og líklegt að úrslit ráðist ekki fyrr en á lokamínútum.  Lokahóf og verðlaunaafhending fer svo fram í Feninu og hefst kl. 22.  

Reynt verður að uppfæra Skák.is eins fljótt og auðið er eftir hverja umferð.  Einnig skilst mér að helsti Chess-Results-sérfræðingur landsins, Páll Sigurðsson, ætli að freista þess að skrá inn úrslitin að einhverju leyti jafnóðum.  Að öðrum kosti mun ég not ég nota mitt hefðbundna trausta excel-skjal!

Spennan er mikil.  Margar spurningar vakna.  Mun ritstjórinn nota orðlagið „Íslandsmeistarar" í sama mæli að keppni lokinni?  Mun Fischer snúa sér við í gröfinni frægu?  Munu óvæntir erlendir skákmenn láta sjá sig í Rimaskóla?  Verður Skákhornið ritskoðað eða óritskoðað, aðfaranótt sunnudagsins?    Hverjir fagna?  Hverjir blóta?   Verður klakkað?

Allt þetta og meira til kemur í ljós um helgina!  Megi besta liðið vinna!

Gunnar Björnsson

Höfunudur er ritstjóri Skák.is og jafnframt formaður Taflfélagsins Hellis 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fróðlegt að sjá að TR -b er spáð 2 sæti í 2 deild en TR því 5. ta.

Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Gunnar Björnsson

Ekki má gleyma TG!  Úr þessu hefur verið bætt.

Gunnar Björnsson, 28.2.2008 kl. 17:54

3 identicon

Og nú er stórskemmtilegt að sjá TG-b spáð 5. sæti í 2. deild. Það er bara verst að það er víst ekki fræðilegur mögulegi að það geti gerst í ár!

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Gunnar Björnsson

Leiðrétt hér með!   Það er ljóst að áhugi skákmanna beinist frekar að villum en innihaldi! 

Gunnar Björnsson, 28.2.2008 kl. 23:16

5 identicon

Við TG ingar erum bara svo hryllilega miður okkar að sjá að okkur er ekki einu sinni spáð 4 sæti.. sem þar að auki er gjaldfelling um 2 sæti frá spá um fyrri hluta.

 Bót í máli að B liðið okkar á 4 sætið í 3 deild næsta víst.

einnig tel ég að Hellisliðið lendi ekki ofar en 4 sæti. Bæði lið Fjölnis og Hauka eru sterk nú og ekki má gleyma virkasti mótaskákmaður landsins um þessar mundir Henrik Danielsen teflir nú með þeim en hann var í Namibíu þegar fyrri hlutinn var. Héðinn keyrir lið Fjölnis áfram með fítonskrafti og Davíð Kjartansson er gríðarlega útsjónarsamur skákmaður. og með menn eins og Jón Árna í liðinu geta þeir ekki tapað. 

 Þar að auki eru b liðsmenn Hellis langt því frá öryggir. miðað við taflmennsku B liðs SA í fyrra þá má hvaða lið sem er vara sig.

 2 deildin er ekki spenndandi hvað varðar efsta og neðsta. Líklega verður lið TR mjög sterkt í seinni hlutanum en þar sem við erum búnir með bæði þá og Bolungarvík tel ég að við eigum séns á bronsi. Haukar eru með þétt lið sem og Selfoss. Reyknesingar gætu líka blandað sér þarna en ég tel að sigurvegarinn í viðureign TG og Selfoss verði í báráttu við Hauka um 3 sætið.

Meiri spenna er í 3 deild. þar er KR liðið mjög líklegt upp en spurninger er svo á milli TR c og Hellis c. Held bjargfast í þá trú að TG b verði í 4 sæti þegar upp er staðið. Sérstaklega þar sem það á eftir að tefla við 2 neðstu liðin og svo efsta liðið

Varðandi 4 deildina þá er ég nokkuð sammála þér en held að Haukar c og Víkingasveitin geti blandað sér í baráttuna um 2 sætið. Bolvíkingar fara væntanlega upp. TG c er þar með bestan árangur allra liða TG og krakkarnir eiga eftir að koma á óvart. ekki má gleyma að uppistaðan í liðinu eru bronsmeistararnir úr íslandsmóti unglingasveita.

 kv. Palli.

Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:05

6 Smámynd: Snorri Bergz

B-lið Hellis verður öflugt þetta árið. Með 4-5 FM í liðinu og hugsanlega WGM líka ætti liðið að gera gert góða hluti.


Sjálfur á ég von á að TR og Hellir verði umþ jöfn fyrir síðustu umferð og það verði um hreina úrslitaviðureign að ræða. TR á eftir grjotharða Haukamenn, en Hellir fær TV. Bæði liðin eiga svo eftir SA b.

En skemmtilegur pistill hjá Gunzó group, með fullt af villum eins og venjulega! En innihaldið er ágætt hjá kallinum og get ég samþykkt þetta mest allt saman.

En það kæmi mér ekki á óvart þótt Hellir c og TR c færi upp úr 3. deild. Bæði  liðin verða vafalaust grjótsterk. TRc beitir síðan leynivopni á föstudagskvöldið. Málið dautt.

Snorri Bergz, 29.2.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband