Óvænt uppstilling hjá VG

Uppstilling á lista VG í stóru kjördæmunum þremur kemur óneitanlega á óvart.  Þar virðast gömlu kommarnir hugsa fyrst og fremst og sjálfan sig og sína og setja nýliðann, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, sem vann yfirburðasigur í prófkjörinu............ég meina forvalinu í hálfvonlaust sæti í Kraganum.  Reyndar er VG-listinn miklu betur skipaður þar en í Reykjavíkurkjördæmunum en kjósendur í þessu kjördæmi eru bara svo fjandi hægrisinnaðir að VG mun eiga þar erfitt uppdráttar!

Í síðustu Gallup-könnum fékk VG 21% í Reykjavíkurkjördæmunum en aðeins 14% í Kraganum.  Ekki finnst mér mikið réttlæti í því að yfirburðarsigurvegari í baráttunni um annað sætið sé settur þar sem fylgið er minnst og vonin mun minni um þingsæti en.................. margt er skrýtið í kýrhausnum W00t


mbl.is Ögmundur leiðir lista VG í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Þetta er sú aðferð sem vinstri grænir reyna að fara til að ná fram jafnrétti sem endar oftast með því að einhver annar verður undir í staðinn, í þessu tilfelli Guðfríður Lilja.

Jafnrétti eða ekki? 

Ólafur Örn Nielsen, 29.12.2006 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband