5.1.2007 | 01:47
Siggi Ísmađur og Grćnlandslandmám.
Á nýársdag var stórgóđur ţáttur um Sigurđ Pétursson, nánar tiltekiđ Sigga Ísman, á Ríkissjónvarpinu. Ég naut ţeirrar ánćgju ađ kynnast Sigga eitlítiđ á Grćnlandsmóti Hróksins sem fram fór sl. sumar í Tasilaq á austurströnds Grćnlands. Siggi er einn mesti "orginal" mađur sem ég hef nokkurn tíma og ógleymanlegt ađ kynnast ţessum manni. Ég hef löngum ćtlađ ađ skrifa smá ferđasögu frá Grćnlandi og hér er hana ađ finna í stuttu máli.
Ferđin til Grćnlands var reyndar hiđ mesta ćvintýri og ein skemmtilegasta skákutanlandsferđ sem ég hef fariđ í og kom mér verulega á óvart. Kúltúrinn er auđvitađ allt annar en hér og eftir mína dvöl ţarna vil ég ráđleggja öllum ađ fara til Grćnlands a.m.k einu sinni á lífsleiđinni.
Ţegar komiđ var til Kulusuk fórum viđ niđur á höfn ţar sem Siggi tók á móti okkur og sigldi međ okkur til Tasiilaq en um er ađ rćđa u.ţ.b. tveggja tíma siglingu. Eftir ţá siglingu finnst manni Jökulsárlóniđ ósköp lítiđ og ómerkilegt en á siglingunni mátti sjá ísjaka af öllum stćrđum og gerđum. Sjá t.d. myndasyrpu á heimasíđu Hróksins frá ferđinni.
Upplifunin í Tasiilaq var sérstök. Bćrin allur er nánast í brekku og flatlendi nánast ekkert. Litadýrđ húsanna var mikil en fólkiđ ţarna er indćlt. Fátćkt og atvinnuleysi er mikiđ. Nokkrum sinnum á sólarhringi byrjuđu svo hundar bćjarins nánast ađ ýlfa allir sem einn og var nokkuđ magnađ ađ heyra.
Um skákmótiđ vil ég sem minnst tala um enda frammistađa mín ekki til ađ hrópa húrra fyrir. Henrik Danielsen vann nokkuđ öruggan sigur. Vel var stađiđ ađ mótshaldinu ađ hálfu Hróksmanna.
Á eina flatlendisblett bćjarins var svo fótboltavöllur. Reyndar ekki grasvöllur heldur moldarvöllur enda gróđur ţarna nánast enginn. Undirritađur var settur í markiđ vopnađur vinnuvettlingum. Ađ sögn ţeirra sem best ţekkja hafa jafn góđ markmannstilţrif ekki sést síđan Predrag nokkur tók markiđ í lok fyrsta Grćnlandsmótiđ og lét markvörđurinn ekki moldina aftra sér frá ţví skutla sér á alla kanta.
Fljótlega náđum viđ 2-0 forystu en ţá fór heldur ađ syrta í álinn. Í ljós kom ađ innfćddir höfđu miklu betra úthald en gestirnir enda bćrinn allur í stórri brekku og heimamenn ţví í úrvalsformi en sama mátti ekki segja um gestina sem fara allar sínar ferđir í bíl. Ţess má geta ađ ég fékk strengi bćđi á fram- og afturkálfa eftir ferđina enda barinn á efstur í efstu brekku!
Heimamenn náđu ađ jafna 2-2 en Máni Hrafnsson náđi ađ setja sigurmarkiđ í uppbótartíma en dómgćslan var í öruggum höndum Róberts Harđarsonar! Reyndar er upplifđi ég ţarna í fyrsta skipti ađ sjá dómara tala í GSM-síma í miđjum leik! Kannski ađ fá ráđgjöf frá Gylfa Orra?
Ađ loknu móti lentum viđ nokkrir í ţví ađ vera skyldir eftir aukanótt í Kulusuk. Ţađ kom ekki ađ sök ţví íslenskur ferđafrömuđur Jóhann ađ nafni tók okkur í sína umsjón og eftir ferđ í Kaupfélagiđ ţar sem nauđsynjar voru keyptar vćsti ekki um og ţessi aukadagur reyndist vera hinn skemmtilegasti!
Ţegar ljóst var ađ viđ kćmumst ekki heim ţurfti ég ađ hringja í frúna og biđja henni ađ koma ţeim skilabođum á framfćri ađ ég kćmist ekki til vinnu fyrr en degi síđar en áćtlađ var. Slćmt GSM-samband var í bćnum og var ég kominn upp á hćsta tind í bćnum í hávađaroki og ţurfti ađ beina símanum í allar áttir áđur en mér tókst loks ađ ná sambandi heim og koma skilabođunum framfćri. Örugglega veriđ nokkuđ fyndin sjón.
Hróksmönnum vil ég ţakka kćrlega fyrir frábćran viđurgjörning og sérstakar ţakkir fćr auđvitađ Hrafn forseti sem á mikinn heiđur skilinn fyrir skáklandnámiđ á Grćnlandi. Sjálfur stefni ég ótrauđur á ţátttöku í ár!
Ađ lokum lćt ég hér međ fylgja međ hlekk ţar sem finna má nokkur gullkorn Ísmannsins.
Meginflokkur: Skák | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 21.1.2007 kl. 10:46 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.