Kaupþing kvatt

Kaupþing Í dag hætti ég störfum hjá Kaupþingi eftir að hafa unnið í bankanum í u.þ.b. 5½ ár. Reyndar hefur bankinn gengið undir fjórum nöfnum á þessum tíma um lengri eða skemmri tíma, þ.e. Búnaðarbankinn, Kaupþing Búnaðarbanki, KB banki og loks Kaupþing. 

Á þessum árum hefur maður upplifað margt og flest skemmtilegt.  Sameining Búnaðarbankans og Kaupþings er sérstaklega minnisstæð en dagurinn þegar fréttir bárust um að ýmsir lykilstarfsmenn væru að hætta og fara yfir í Landsbankann er reyndar ekki sá skemmtilegasti í minningunni en stöðugar fréttir um hina og þessa starfsmenn sem væru að fara yfir til LÍ bárust jafnt og þétt þann dag. 

"Kaupréttadagurinn" er einnig mjög minnistæður og hápunktur þess dags var óneitanlega þegar forsætisráðherrann fékk sér göngutúr úr stjórnarráðinu niður í banka til að taka út peninga! 

Kaupþing og stjórnendur bankans höfðu hins vegar mikinn styrk og unnu sig mjög vel út úr þessum erfiðum málum og bankinn hefur margsannað styrk sinn. 

Í dag fékk á margar góðar kveðjur frá samstarfsfélögum úr Kaupþingi bæði símleiðis og í tölvupósti.  Fyrir þær vil ég þakka.  Sérstaklega vil ég þó þakka félögum mínum úr Matrix, sem komu mér skemmtilega á óvart í dag!  Sérstakar þakkir fá einnig fyrrum samstarfsfélagar úr endurskoðun og viðskiptabankasviði. 

Ég á mjög góðar minningar úr bankanum og kveð hann með söknuði.  Samstarfsfólki í Kaupþingi færi ég bestu þakkir fyrir skemmtileg viðkynni og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.  Bankinn sjálfur fær svo stórt knús og óskir um gott gengi í framtíðinni. 

Takk fyrir samstarfið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Vegni þér vel á nýjum stað gæskur. 

Óttarr Makuch, 20.1.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband