Afhverju fær Samfylkingin svona lítið fylgi?

samfylkingarmerkiSlök útkoma Samylkingar stingur óneitanlega í augu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem út kom í dag.  Afhverju er hún svona slök?

Mig grunar að þátttaka Samfylkingar í málþófinu um Ríkisútvarpsins skipti hér miklu máli.  Kjósendur Frjálslynda og VG eru að stóru leyti kverúlantar (aðallega varðandi fyrrnefnda flokkinn) og einsmálefniskjósendur (kvótinn-útlendingar og virkjanamálefnin) og setja sig ekki á móti þessu málþófi.  Ég reyndar held að almenningi sé almennt sama hvað verður um RÚV-frumvarpið og því virkar þetta málþóf einkar bjánalega.   

Kjósendur hinna flokkanna (líka þeir örfáu sem kjósa Framsókn!) líta hins vegar heildstæðara á málin almennt og finnst mörgum að Samfylkingin hafi sett niður með framkomu sinni í málþófinu.

Ingibjörg SólrúnEinnig gæti það skipt máli að við sem fylgjumst við pólítíkinni höfum tekið eftir því að forystumenn Samfylkingar hafa ekki gengið í takt.  Eitthvað sem forystumennirnir verða að taka á ætli þeir sér að ná 30% fylgi.

Sjálfum finnst mér málefnastaða flokksins sterk, aðallega í Evru- og Evrópumálum og mér finnst að flokkurinn eigi að leggja áherslu á að afnema styrkjakerfið í landbúnarkerfinu, sem mun snarbæta afkomu heimilina, sem er eitthvað sem stjórnarflokkarnir hafa ekki styrk eða áhuga að taka á.  

Að öðru leyti á ég von á að fylgi VG og Frjálslynda muni minnka.  Reynslan kennir að slíkir einsmálefnisflokkar fái minna fylgi upp úr kjörkössunum en í könnunum.   Það fylgir mun að mestu leyti lenda hjá Framsókn og Samfylkingu sem mun bæði auka fylgi sitt verulega frá könnuninni.   Sjálfstæðisflokkurinn fær svo iðulega töluvert minna fylgi í kosningum en könnunum.


mbl.is Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skín í gegn að fólk er ekki eins hrifið af Ingibjörgu sem formanni Samfylkingarinnar, tölurnar ljúga ekki.  Össur leiddi flokkinn skörulega og voru með, að mínu mati of mikið fylgi.  Mér persónulega leiðist þetta ekkert en ef ég væri flokksmaður Samfylkingarinnar þá myndi ég heimta breytingar og það strax.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Snorri Bergz

Gunzó minn, málþófið er ekki skýringin á því, að Samfó fær þetta fylgi, heldur óvinsæll formaður og eilífur hringlandaháttur með stefnumál. Kjörtímabilið er 4 ár og ef menn kjósa Samfó núna, miðað við núverandi stefnígildi, gætu fengið allt aðra stefnu yfir sig eftir eitt ár. Samfó gæti orðið kommúnistaflokkur í haust, frjálshyggjuflokkur um áramót og bændaflokkur á sama tíma að ári. Hvað veit maður?

Snorri Bergz, 21.1.2007 kl. 11:02

3 identicon

Eg er ad morgu leyti sammala teim sem gera athugasemdir her ad ofan vid grein tina um litid fylgi Samfylkingarinnar. To held eg ad eitt se otalid sem vegur tungt i tvi hvad fylgid er litid og tad er tetta oabyrga Evru tal formannsins og tetta sifella bladur og bull hennar um Evropusambands adild okkar Islendinga. Vid Islendingar hofum tangad ekkert ad gera ad engu leyti. Tad er allt slaemt vid tad ad vid gongum tangad inn. Tad er hrodalegur misskilningur hennar ad tetta virki vel a kjosendur. Alla vegana verd eg ad segja tad fyrir mig og veit ad tad a vid marga adra sem stutt hafa Samfylkinguna ad teir geta tad ekki lengur vegna tessa Evropusambandswdadurs formannsins. Svo er tad lika alveg rett tad atti ad hafa Ossur formann afram, tvi tar fer einlaegur barattumadur. Ingibjorg hefur tarna ekkert ad gera. Svo er tessi frambodslisti i Reykjavik oskaplega treittur og nanast enginn endurnyjun a listanum.    

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband