Sigurbjörn skákmeistari Reykjavíkur

Sigurbjörn

Sigurbjörn Björnsson vann öruggan sigur á Skákţingi Reykjavíkur.  Sigurbjörn hefur veriđ einkar sigursćll á skákmótum innanlands og hefur t.d. sigrađ ađ ég held fjórum sinnum á Skákţingi Reykjavíkur.  Ţetta er ţó í fyrsta sinn sem Sigurbjörn er skákmeistari Reykjavíkur enda međlimur í Reykjavíkurfélaginu, Taflfélaginu Helli, en áđur var hann međlimur í Skákfélagi Hafnarfjarđar og gat ţví ekki orđiđ Reykjavíkurmeistari. 

Reyndar hefur Sigurbjörn einnig sigrađ tvisvar á Meistaramóti Hellis en gat ţó ekki orđiđ meistari félagsins enda ţá ekki gengin í félagiđ.  Ţađ hefur ţví lengi lođađ viđ Sigurbjörn ađ vinna mót en fá ekki meistaratitilinn!  

Annar var Bragi Ţorfinnsson og í 3.-5. sćti urđu Sćvar Bjarnason, Omar Salama og Kristján Eđvarđsson.  Eftirtektarvert ađ 4 af 5 efstu mönnum eru úr Helli, ţ.e. allir nema Sćvar sem er í Taflfélagi Vestmannaeyja.

Lofar góđu fyrir Hellismenn fyrir Íslandsmót skákfélaga, sem fram fer í marsbyrjun en ţar leiđir félagiđ međ 5 vinningum á Taflfélag Vestmannaeyja.    

Henrik Danielsen var međal ţeirra sem höfnuđu í 6.-11. sćti, náđi sér aldrei á strik.  Ţetta var í fyrsta sinn í sjö ár ađ stórmeistari tekur ţátt í Skákţingi Reyjavíkur en Ţröstur Ţórhallsson tók ţátt í mótinu 2000 og vann ţá titilinn eftir einvígi viđ Braga.  Bragi var ţví annar ţá rétt eins og nú.  Ţar áđur voru örugglega sennilega 25 ár síđan stórmeistari tók ţátt en ef mér misminnir ekki ţá tefldi  Friđrik Ólafsson á mótinu áriđ 1975.   

Til hamingju međ sigurinn, Sigurbjörn!


mbl.is Sigurbjörn Björnsson Skákmeistari Reykjavíkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er stoltur af frćnda mínum Sigurbirni.

Skil ţó ekki alveg hvers vegna hann ekki er í Skákdeild KR, en vonandi stendur ţađ til bóta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 15:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband