28.1.2007 | 10:37
Afhverju er sumum svona illa við ISG?
Ég er tiltölulega nýr hér á blogginu. Eitt sem hefur vakið töluverða athygli er það hversu mörgum hér er ótrúlega illa við Ingibjörgu Sólrúnu. Mörg blogg ganga hreinilega út á það að opni Ingibjörg munninn er um það skrifað og allt rakkað niður og það á mjög niðrandi hátt. Yfirleitt eru þetta karlmenn á besta aldri sem láta svona sem Dorfi Hermannsson kallar karlpunga í bloggi sínu!
Svo taka þessir einstaklingar undir hver hjá öðrum í athugasemdunum og bakka hvern annan upp. En afhverju fara menn svona af límingunum þegar Ingibjörg segir eitthvað eða gerir eitthvað? Afhverju?
Greiningardeild GB (Svo maður taki Hrafn til fyrirmyndar og stofni greiningardeild) hefur komist að niðurstöðu! Þetta var vegna þess hversu oft þessir einstaklingar (karlpungarnir) hafa þurft að lúta í gras fyrir Ingibjörgu!
Hún sigraði Sjálfstæðisflokkinn þrisvar í borgarstjórnarkosningum, ætíð með meiri yfirburðum í hvert sinni. Hún og Össur náðu fylgi flokksins yfir 30% í síðustu alþingiskosningum sem var í fyrsta sinn að flokkur utan Sjálfstæðisflokkinn eða forvera hans fær yfir 30%.
Er svona leiðinlegt að tapa?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski af sömu ástæðu og þér er mjög illa við einn af bloggvinum mínum. Mönnum er þó ekki, held ég, illa við ISG. Menn hafa bara fyrirlitningu á því sem hún stendur fyrir, eða þykist standa fyrir. En það gæti vanist af mönnum, því hver veit hvað hún muni standa fyrir á morgun, ef vindáttin breytist í nótt.
Snorri Bergz, 28.1.2007 kl. 12:32
Sæll Gunnar. Svona úr því að þú ferð alla leið aftur til forvera Sjálfstæðisflokksins, sem var stofnaður árið 1929, langar mig til að leiðrétta þig lítillega. Framsóknarflokkurinn fékk 35,9% árið 1931.
Baldur Már Bragason, 29.1.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.