Meistaramót Hellis hafið!

Bragi ÞorfinnssonMeistaramót Taflfélagsins Hellis hófst í kvöld og er þátttaka prýðisgóð en alls taka þátt 35 skákmenn sem er með því betra í 16 ára sögu mótsins.  Mótið er líka óvenju sterkt.  Stigahæstur keppenda er Bragi Þorfinnsson en auk hans taka þátt fimm FIDE-meistarar, þeir Björn Þorfinnsson (bróðir Braga), Sigurbjörn Björnsson, sem nýlega var skákmeistari Reykjavíkur, Davíð Ólafsson, sem hefur aðeins einu sinni áður tekið þátt á mótinu, og vann þá með fullu húsi, ofurbloggarinn Snorri G. Bergsson og Ingvar Þór Jóhannesson.

Allir eru þeir í Helli nema Snorri sem er í TR.  Hellismönnum gekk annars vel í Skákþingi Reykjavíkur, en fjóri Hellismenn voru meðal fimm efstu.  

Björn er sigursælastur allra á Meistaramótinu, en hefur hampað titlinum sex sinnum!  Næstu menn hafa orðið tvöfaldar meistarar.   Snorri og Davíð og hafi unnið hvort skiptið.  Sigurbjörn hefur unnið mótið reyndar tvisvar en í hvorugt skiptið fékk hann titilinn enda þá meðlimur í Skákfélagi Hafnarfjarðar.  Björn hreppti þá titilinn í bæði skiptin!  Núverandi skákmeistari Hellis, Omar Salama, tekur ekki þátt en hann mun tefla á Aeroflot Open í Moskvu sem hefst síðar í mánuðnum.  

Skákmeistarar Hellis frá upphafi eru annars (siguvegari í sviga ef annar en meistari):

  • 1992: Andri Áss Grétarsson
  • 1993: Þröstur Þórhallsson
  • 1994: Þröstur Þórhallsson
  • 1995: Snorri Guðjón Bergsson (Þröstur Þórhallsson)
  • 1996: Andri Áss Grétarsson
  • 1997: Björn Þorfinnsson (Hrannar Baldursson)
  • 1998: Björn Þorfinnsson (Sigurbjörn J. Björnsson)
  • 1999: Björn Þorfinnsson (Sigburbjörn J. Björnsson)
  • 2000: Davíð Kjartansson (Sævar Bjarnason)
  • 2001: Davíð Ólafsson
  • 2002: Björn Þorfinnsson
  • 2003: Björn Þorfinnsson (Björn Þorsteinsson, Davíð Kjartansson og Björn Þorfinnsson)
  • 2004: Björn Þorfinnsson
  • 2005: Sigurður Daði Sigfússon
  • 2006: Omar Salama    

Úrslit fyrstu umferðar urðu hefðbundin þ.e. hinir stigahærri unnu hina stigalægri.  Hinn ungi og efnilegi skákmaður Hjörvar Steinn Grétarsson tapaði þó slysalega fyrir félaga sínum úr Rimaskóla, Herði Aroni Haukssyni, þegar hann lék sig mát í einum leik.  Hjörvar mun án efa sér í strik og blanda sér í toppbaráttuna.  

Önnur umferð fer fram á miðvikudaginn.  Hægt verður að fylgjast með úrslitum og skákum á Skák.is og heimasíðu Hellis.  Hér á blogginu verður umfjöllun á léttari nótunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Spái því, að á næsta ári munir þú setja sviga aftan við skákmeistara Hellis.

Snorri Bergz, 6.2.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Gunnar Björnsson

Næsta ári?  Ég veit ekkert hvernig mótið verður skipað árið 2008!

Gunnar Björnsson, 6.2.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Hann er að gefa í skyn að hann nái jafntefli á móti mér og í þessu bloggi á næsta ári verði gefið upp:

2005: Sigurður Daði Sigfússon
2006: Omar Salama   
2007: Ingvar Jóhannesson (Snorri Bergsson, Ingvar Jóhannesson)

Ingvar Þór Jóhannesson, 6.2.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband