Sigurbjörn efstur fyrir lokaumferð Meistaramóts Hellis

SigurbjörnSigurbjörn Björnsson leiðir með hálfum vinningi á Björn Þorfinnsson fyrir lokaumferð Meistaramóts Hellis, eftir jafntefli við Davíð Ólafsson í sjöttu og næstsíðustu umferð, sem fram fór í gærkveldi í mjög svo skrautlegri skák þar sem þeir höfðu unnið til skiptis.

Ég missti reyndar af skákinni og umferðinni vegna veikinda.  Ég hef heyrt í bæði Sigurbirni og Davíð í dag og segjast þeir hafa haft unnið!   Ég hlakka til að skoða skákina en mér skilst að Sigurbjörn hafi leikið alvarlega af sér í 13. leik og fengið tapað tafl, Davíð hafi svo aftur klúðrað en fengið síðar aftur unnið tafl.  Sigurbjörn hafði svo jafnvel unnið tafl í lokastöðunni!

Björn Þorfinnsson vann Helga Brynjarsson og er einn í öðru sæti.  Þeir tveir eru því einu mennirnir sem geta hampað titlinum.  Björn yrði þá meistari í sjöunda sinn en Sigurbjörn í fyrsta sinn.  Athyglisvert er reyndar að Björn hefur reyndar "bara" sigrað á mótinu þrisvar sinnum og Sigurbjörn tvisvar.  Sigurbjörn var þá ekki í Helli og í bæði skiptin fékk Björn titilinn!

Nú er hins vegar Sigurbjörn í klúbbnum og getur loks hampað titlinum.  

Björn hefur verið fremur heppinn með andstæðinga og eru meðalstig andstæðinga hans 2045 skákstig á meðan meðalstig andstæðinga Sigurbjarnar eru 2196 skákstig.  Sigurbjörn er nú 19 skákstig í plús á meðan Björn er með eitt stig í mínus.

Í 3.-6. sæti eru Ingvar Þór Jóhannesson, Snorri G. Bergsson, sem gerðu stutt jafntefli í gær, og eru því úr leik um sigur í mótinu, Davíð og Bragi Þorfinnsson.

Í kvöld fer fram frestuð skák Hjörvar Steins Grétarsson, nýkrýnds norðurlandameistara í skólaskák, og Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur.  

Gott sjónvarpsviðtal við Hjörvar Stein má finna hér.   

Nánari úrslit og skákir má nálgast á Skák.is og heimasíðu Hellis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband