Björn skákmeistari Hellis í sjöunda sinn!

Björn og BragiBjörn Þorfinnsson er engum líkur en hann hampaði meistaratitli Hellis í sjöunda sinn er hann lagði Sigurbjörn Björnsson í sjöundu og síðustu umferð, sem fram fór í kvöld.  Sigurbjörn, sem hefur verið afar sigursæll, síðustu misseri, hafði forystu allt mótið, nema eftir lokaumferðina.  Sigurbjörn verður því enn að bíða eftir meistaratitli Hellis.

Sigurbjörn, Bragi Þorfinnsson og Ingvar Þór Jóhannesson urðu í 2.-4. sæti.    

Í umferð kvöldsins gerðist eitt sérkennilegasta atvik sem hefur gerst á íslensku skákmóti.  Skákstjóri hafði vart sett klukkurnar í gang þegar sími Snorra G. Bergsson hringdi.   Ekki einu sinni andstæðingur hans, Bragi Þorfinnsson, var sestur við skákborðið og aðeins frakki Snorra var á stólbakinu með símanum í en Snorri hafði brugðið sér fram til að ræða málin við gesti og gangandi á meðan hann beið eftir Braga.   

Reglur FIDE er skýrar.  Skákin er töpuð og fer þessi skák væntanlega í sögubækurnar sem stysta skák sögunnar en!................stóra spurningin er.  Á að reikna þessa skák til skákstiga?

Samkvæmt reglum FIDE á ekki að reikna ótefldar skákir en............er þessi skák ótefld?  Báðir keppendur voru sannanlega á staðnum og hefði Snorri t.d. haft hvítt en ekki svart hefði hann væntanlega verið búinn að leika.    

Ég er hreinlega ekki viss hvernig skuli meðhöndla þetta og hef þegar sent út fyrirspurn til FIDE til að fá þeirra álit/úrskurð um málið.  

Þess má geta að sá sem hringdi í Snorra er einn af helstu skákfrömuðum íslenskrar skákhreyfingar!

Nánari úrslit og skákir má nálgast á Skák.is og heimasíðu Hellis.

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnumW00t

Mynd: Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband