27.2.2014 | 11:23
Stefnir í mjög spennandi lokaumferðir Íslandsmót skákfélaga
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld og lýkur 1. mars. Reyndar er það bara fyrsta deildin sem hefst í kvöld. Aðrar deildir hefjast á morgun. Spennan er mikil. Þrjú lið berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Auk þess er topp- og fallbaráttan hörð og spennandi í öllum deildum.
Alltaf fer sérstakt andrúmsloft í gang fyrir keppni. Það hefur ekki farið framhjá undirrituðum. Símtölum fjölgar og umræðan á spjallþráðum skákmanna fer á flug.
Sú breyting að hafa tíu lið í efstu deild tókst afar vel og ekki er loku fyrir það skotið að áfangar komi í hús. En kíkjum á sjálfa keppnina.
Fyrsta deildin
Eyjamenn eru á toppnum með 28,5 vinning og virðast vera sigurvissir ef marka má ummæli Þorsteins Þorsteinssonar, liðsstjóra þeirra á Facebook en þar segir hann:
Gargamel Grandelius mættur til landsins til að vinna Íslandsmót skákfélaga fyrirTaflfélag Vestmannaeyja!
Skákfélagið GM Hellir er öðru sæti með 28 vinninga, aðeins hálfum vinningi á eftir. Víkingaklúbburinn er í þriðja sæti með 27 vinninga. Þessi þrjú lið berjast um sigurinn.
Ritstjóri telur Víkinga líklegasta til sigurs. Það byggi ég fyrst og fremst á því að Eyjamenn og GM Hellir eiga eftir að mætast á meðan Víkingar eiga fyrst og fremst eftir að mæta sveitum í neðri helmingi mótsins. Allt getur gerst og líkur eru á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í lokaumferðinni. GM Hellir og Víkingaklúbburinn mætast í áttundu og næstíðustu umferð. Viðureign sem gæti ráðið úrslitum.
TR, Bolvíkingar og SA sigla lygnan sjó í 4.-7. sæti.
Þrjú lið eru í fallbaráttunni. Það eru b-sveitir GM Hellis og TR og hið fórnfúsa Vinaskákfélag. Þar standa GM Hellismenn best að vígi. Ég spái TR og Vinaskákfélaginu falli.
Í neðangreindum töflum er spáin frá því í haust í öðrum dálki en uppfærð spá í þriðja dálki.
Staðan
Rk. | Eldri spá | Ný spá | Team | TB1 | TB2 |
1 | 3 | 2 | Taflfélag Vestmannaeyja a-sveit | 28,5 | 9 |
2 | 4 | 3 | GM Hellir - a-sveit | 28 | 8 |
3 | 1 | 1 | Víkingaklúbburinn a-sveit | 27 | 9 |
4 | 5 | 5 | Taflfélag Reykjavíkur a-sveit | 24,5 | 4 |
5 | 2 | 4 | Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit | 24 | 6 |
6 | 6 | 6 | Skákfélag Akureyrar a-sveit | 23,5 | 8 |
7 | 9 | 7 | Skákdeild Fjölnis a-sveit | 19,5 | 4 |
8 | 7 | 8 | GM Hellir - b-sveit | 11,5 | 0 |
9 | 10 | 10 | Vinaskákfélagið | 7 | 2 |
10 | 8 | 9 | Taflfélag Reykjavíkur b-sveit | 6,5 | 0 |
2. deild
Mig langar helst til að þess að sleppa spánni í 2. deild. Svo erfið er hún! Taflfélag Garðabæjar leiðir mjög óvænt en Skákfélag Reykjanesbæjar og b-sveit Víkingaklúbbsins eru skammt undan. TG á reyndar eftir að mæta báðum þessum sveitum.
Botnbaráttan er einnig hörð. Þar er c-sveit GM Hellis á botninum og á eftir að mæta efstu sveitunum tveimur.
Ég spái b-sveit Víkingaklúbbsins efsta sæti og að TG fylgi þeim upp í efstu deild. Reyknesingar eru þó til alls líklegir.
B-sveit Eyjamanna og c-sveit GM Hellis eru líklegastar til að falla en stutt er þó í Skákfélag Íslands.
Rk. | Eldri spá | Ný spá | Team | TB1 | TB2 |
1 | 7 | 2 | Taflfélag Garðabæjar a-sveit | 16 | 8 |
2 | 4 | 3 | Skákfélag Reykjanesbæjar a-sveit | 15,5 | 6 |
3 | 1 | 1 | Víkingaklúbburinn b-sveit | 14 | 5 |
4 | 6 | 4 | Skákdeild Hauka a-sveit | 12,5 | 4 |
5 | 5 | 5 | Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit | 12 | 4 |
6 | 3 | 6 | Skákfélag Íslands a-sveit | 10,5 | 2 |
7 | 8 | 8 | Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit | 8,5 | 2 |
8 | 2 | 7 | GM-Hellir c-sveit | 7 | 1 |
3. deild
KR-ingar eru efstir í þriðju deild með 7 stig. Í næstu sætum með 6 stig eru b-sveit Skákfélags Akureyrar, Skákfélag Selfoss og nágrennis og b-sveit Skákfélags Íslands. Ég hef trú á því að Briddsfjelagið blandi sér í toppbaráttuna og fari upp um deild séu félagsmenn þess ekki að einbeita sér að öðrum áhugamálum!
Fallbaráttan er einnig hörð en þrjú lið fara niður um deild.
Rk. | Eldri spá | Ný spá | Team | TB1 | TB2 |
1 | 3 | 1 | Skákdeild KR a-sveit | 7 | 15 |
2 | 4 | Skákfélag Akureyrar b-sveit | 6 | 16,5 | |
3 | 6 | 3 | Skákfélag Selfoss og nágrennis a-sveit | 6 | 16 |
4 | 6 | Skákfélag Íslands b-sveit | 6 | 14,5 | |
5 |
| Ungmennasamband Borgarfjarðar | 5 | 13 | |
6 | 5 | 7 | Taflfélag Reykjavíkur c-sveit | 5 | 12,5 |
7 | 1 | 2 | Briddsfjelagið a-sveit | 5 | 11,5 |
8 | 4 |
| GM-Hellir d-sveit | 4 | 12 |
9 |
| GM-Hellir f-sveit | 4 | 12 | |
10 | 2 | 5 | Víkingaklúbburinn-c | 3 | 9 |
11 |
| GM-Hellir e-sveit | 2 | 11,5 | |
12 | 7 |
| Skáksamband Austurlands | 2 | 10,5 |
13 |
| Skákfélag Sauðárkróks a-sveit | 1 | 6,5 | |
14 |
| Skákdeild KR b-sveit | 0 | 7,5 |
4. deild
Sextán lið tóku þátt í fjórðu deild.
B-sveit Reyknesinga leiðir en í næstum sætum eru d- og c-sveitir SA sem og a-unglingasveit TR.
Stefnir í spennandi baráttu í síðari hlutanum og ætla ég ekki spá fyrir úrslitum þar.
Að lokum
Rétt er að minna á að þessi spá er fyrst og fremst til gamans gerð. Að loknu móti verður lokahóf mótsins í Billiardbarnum í Faxafeni 12 og eru menn hvattir til að fjölmenna þangað.
Gens Una Sumus!
Gunnar Björnsson,
liðsmaður b- og c-sveita GM Hellis
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.