Stefnir í mjög spennandi lokaumferðir Íslandsmót skákfélaga

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld og lýkur 1. mars. Reyndar er það bara fyrsta deildin sem hefst í kvöld. Aðrar deildir hefjast á morgun. Spennan er mikil. Þrjú lið berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Auk þess er topp- og fallbaráttan hörð og spennandi í öllum deildum.

Alltaf fer sérstakt andrúmsloft í gang fyrir keppni. Það hefur ekki farið framhjá undirrituðum. Símtölum fjölgar og umræðan á spjallþráðum skákmanna fer á flug.

Sú breyting að hafa tíu lið í efstu deild tókst afar vel og ekki er loku fyrir það skotið að áfangar komi í hús. En kíkjum á sjálfa keppnina.

Fyrsta deildin

Eyjamenn eru á toppnum með 28,5 vinning og virðast vera sigurvissir ef marka má ummæli Þorsteins Þorsteinssonar, liðsstjóra þeirra á Facebook en þar segir hann:

Gargamel Grandelius mættur til landsins til að vinna Íslandsmót skákfélaga fyrirTaflfélag Vestmannaeyja!

Skákfélagið GM Hellir er öðru sæti með 28 vinninga, aðeins hálfum vinningi á eftir. Víkingaklúbburinn er í þriðja sæti með 27 vinninga. Þessi þrjú lið berjast um sigurinn.

Ritstjóri telur Víkinga líklegasta til sigurs. Það byggi ég fyrst og fremst á því að Eyjamenn og GM Hellir eiga eftir að mætast á meðan Víkingar eiga fyrst og fremst eftir að mæta sveitum í neðri helmingi mótsins. Allt getur gerst og líkur eru á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í lokaumferðinni. GM Hellir og Víkingaklúbburinn mætast í áttundu og næstíðustu umferð. Viðureign sem gæti ráðið úrslitum.

TR, Bolvíkingar og SA sigla lygnan sjó í 4.-7. sæti.

Þrjú lið eru í fallbaráttunni. Það eru b-sveitir GM Hellis og TR og hið fórnfúsa Vinaskákfélag. Þar standa GM Hellismenn best að vígi. Ég spái TR og Vinaskákfélaginu falli.

Í neðangreindum töflum er spáin frá því í haust í öðrum dálki en uppfærð spá í þriðja dálki.

Staðan

Rk.

Eldri spá

Ný spá

Team

TB1

TB2

1

3

2

Taflfélag Vestmannaeyja a-sveit

28,5

9

2

4

3

GM Hellir - a-sveit

28

8

3

1

1

Víkingaklúbburinn a-sveit

27

9

4

5

5

Taflfélag Reykjavíkur a-sveit

24,5

4

5

2

4

Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit

24

6

6

6

6

Skákfélag Akureyrar a-sveit

23,5

8

7

9

7

Skákdeild Fjölnis a-sveit

19,5

4

8

7

8

GM Hellir - b-sveit

11,5

0

9

10

10

Vinaskákfélagið

7

2

10

8

9

Taflfélag Reykjavíkur b-sveit

6,5

0


2. deild

Mig langar helst til að þess að sleppa spánni í 2. deild. Svo erfið er hún! Taflfélag Garðabæjar leiðir mjög óvænt en Skákfélag Reykjanesbæjar og b-sveit Víkingaklúbbsins eru skammt undan. TG á reyndar eftir að mæta báðum þessum sveitum.

Botnbaráttan er einnig hörð. Þar er c-sveit GM Hellis á botninum og á eftir að mæta efstu sveitunum tveimur.

Ég spái b-sveit Víkingaklúbbsins efsta sæti og að TG fylgi þeim upp í efstu deild. Reyknesingar eru þó til alls líklegir.

 B-sveit Eyjamanna og c-sveit GM Hellis eru líklegastar til að falla en stutt er þó í Skákfélag Íslands.

                                                                                           

Rk.

Eldri spá

Ný spá

Team

TB1

TB2

1

7

2

Taflfélag Garðabæjar a-sveit

16

8

2

4

3

Skákfélag Reykjanesbæjar a-sveit

15,5

6

3

1

1

Víkingaklúbburinn b-sveit

14

5

4

6

4

Skákdeild Hauka a-sveit

12,5

4

5

5

5

Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit

12

4

6

3

6

Skákfélag  Íslands a-sveit

10,5

2

7

8

8

Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit

8,5

2

8

2

7

GM-Hellir c-sveit

7

1

 

3. deild

KR-ingar eru efstir í þriðju deild með 7 stig. Í næstu sætum með 6 stig eru b-sveit Skákfélags Akureyrar, Skákfélag Selfoss og nágrennis og b-sveit Skákfélags Íslands. Ég hef trú á því að Briddsfjelagið blandi sér í toppbaráttuna og fari upp um deild séu félagsmenn þess ekki að einbeita sér að öðrum áhugamálum!

Fallbaráttan er einnig hörð en þrjú lið fara niður um deild.

Rk.

Eldri spá

Ný spá

Team

TB1

TB2

1

3

1

Skákdeild KR  a-sveit

7

15

2

 

4

Skákfélag Akureyrar b-sveit

6

16,5

3

6

3

Skákfélag Selfoss og nágrennis a-sveit

6

16

4

 

6

Skákfélag Íslands b-sveit

6

14,5

5

 

 

Ungmennasamband Borgarfjarðar

5

13

6

5

7

Taflfélag Reykjavíkur c-sveit

5

12,5

7

1

2

Briddsfjelagið a-sveit

5

11,5

8

4

 

GM-Hellir d-sveit

4

12

9

 

 

GM-Hellir f-sveit

4

12

10

2

5

Víkingaklúbburinn-c

3

9

11

 

 

GM-Hellir e-sveit

2

11,5

12

7

 

Skáksamband Austurlands

2

10,5

13

 

 

Skákfélag Sauðárkróks a-sveit

1

6,5

14

 

 

Skákdeild KR b-sveit

0

7,5


4. deild

Sextán lið tóku þátt í fjórðu deild.

B-sveit Reyknesinga leiðir en í næstum sætum eru d- og c-sveitir SA sem og a-unglingasveit TR.

Stefnir í spennandi baráttu í síðari hlutanum og ætla ég ekki spá fyrir úrslitum þar.

Að lokum

Rétt er að minna á að þessi spá er fyrst og fremst til gamans gerð. Að loknu móti verður lokahóf mótsins í Billiardbarnum í Faxafeni 12 og eru menn hvattir til að fjölmenna þangað.

Gens Una Sumus!

Gunnar Björnsson,
liðsmaður b- og c-sveita GM Hellis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband